Neitaði að stöðva aftöku manns með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2021 10:54 Ernest Johnson verður líklegast tekinn af lífi með sprautu í dag. Getty og AP Mike Parson, ríkisstjóri Missouri í Bandaríkjunum, neitaði í gær að fella niður dauðadóm fangans Ernest Johnson. Þúsundir höfðu skrifað undir áskorun um að dauðadómurinn yrði felldur niður, auk þess sem tveir þingmenn hefðu kallað eftir því og einnig páfinn. Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58). Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Johnson var dæmdur árið 1994 fyrir að myrða þrjá starfsmenn verslunar sem hann rændi. Hann er 61 árs gamall og verður tekinn af lífi með sprautu í dag. AP fréttaveitan hefur eftir Jeremy Weis, lögmanni Johnsons, að próf og skoðanir hafi sýnt að Johnson sé með mikla þroskaskerðingu. Hann sé í raun með andlegan þroska barns vegna heilaskemmda sem hann fæddist með og vegna þess að árið 2008 hafi þurft að fjarlægja um fimmtung heila hans vegna æxlis. Weis hafði farið fram á að dómur Johnsons yrði mildaður og honum gert að sitja í ævilangt í fangelsi, án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Þá sendi Frans páfi Parson bréf í síðustu viku þar sem hann biðlaði til ríkisstjórans að hlífa Johnson. Parson tilkynnti í gærkvöldið að hann ætlaði ekki að stöðva aftökuna. Missouri væri tilbúið að framfylgja dóminum samkvæmt skipun Hæstaréttar Missouri. Hæstirétturinn neitaði í ágúst að stöðva aftökuna og neitaði á föstudaginn að taka málið fyrir aftur. Weis og aðrir lögmenn leituðu því til Hæstaréttar Bandaríkjanna í gær. Verði Johnson tekinn af lífi í dag verður það í sjöunda sinn sem aftaka fer fram í Bandaríkjunum á þessu ári. Hér má sjá frétt héraðsmiðilsins Abc17 þar sem farið er yfir málið Johnsons. ABC News segir að í febrúar 1994 hafi Johnson fengið skammbyssu lánaða sem hann ætlaði að nota til að ræna verslun og verða sér út um peninga til að kaupa fíkniefni. Þegar verið var að loka versluninni réðst hann til atlögu og reyndi að fá starfsmenn til að opna peningaskáp. Í gömlu viðtali sagðist Johnson hafa verið undir áhrifum fíkniefna og hann hafi orðið reiður þegar verslunarstjóri reyndi að sturta lykli að peningaskápnum niður. Hann skaut þrjá starfsmenn með skammbyssunni og barði þau einnig með hamri. Fórnarlömb hans hétu Mary Bratcher (46), Mabel Scruggs (57) og Fred Jones (58).
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira