Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Eiður Þór Árnason skrifar 4. október 2021 13:17 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. eCommerce 2020 ApS, sem bauð lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán, höfðaði mál gegn Breka og Neytendasamtökunum vegna staðhæfinga í tölvupóstum Breka til Quickpay Aps og Clerhaus A/S í ágúst 2020. Stefndu voru sýknuð af kröfu smálánafyrirtækisins um greiðslu miskabóta og hafa ekki ákveðið hvort dómum verði áfrýjað. Í úrskurði sínum frá 27. september dæmdi héraðsdómur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í yfirlýsingu frá Neytendasamtökunum segir að tölvupóstarnir hafi verið sendir til tveggja greiðslumiðlana í viðleitni til að láta þær vita að þær væru mikilvægur hlekkur í smálánakeðjunni á Íslandi, sem gerði mögulegar úttektir af reikningum fólks. Fjölmargir hefðu þá haft samband við samtökin og óskað eftir aðstoð við að stöðva það sem þau töldu ólöglegar úttektir. Ummælin sögð röng Að mati héraðsdóms voru staðhæfingar Breka rangar þegar ummælin féllu, einkum vegna þess að Neytendastofa hafi aldrei lagt stjórnvaldssektir á eCommerce 2020 þar sem fyrirtækið hafði brugðist við tilmælum. Taldi héraðsdómur að inntak ákvörðunar Neytendastofu í máli nr. 31/2019 sem varðaði fyrirtækið hafi átt að vera Breka kunnugt þegar hann sendi umrædda tölvupósta. „Breki hlaut einnig að vita að aldrei kom til þess að Neytendastofa beitti stefnanda þeim stjórnsýsluviðurlögum, sem hún hafði boðað, lagfærði stefnandi ekki, innan tveggja vikna, það sem út af stóð.“ Að sögn héraðsdóms voru ummælin látin falla þegar ár var liðið frá því að eCommerce 2020 hafði fært kostnað af lánum sínum í lögmætt horf. „Staðhæfingin sem stefndi Breki hélt fram um lán stefnanda var ekki rétt og hlaut honum að vera ljóst þegar hann sendi bréfin að næstliðið ár hefðu hvorki stjórnvöld né dómstólar gert frekari athugasemdir við lán stefnanda en Neytendastofa hafði gert í ágúst 2019. Hann gat því ekki verið í góðri trú um sannleiksgildi ummæla sinna þegar hann sendi bréfin,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Vísuðu til ábendinga og upplýsinga á heimasíðu fyrirtækisins Í skýrslu Breka fyrir dómi kom fram að Neytendasamtökunum hafi borist til eyrna að eCommerce 2020 hafi verið að innheimta lán án þess að hafa lækkað kostnað af þeim í samræmi við hámark laga. Þau gögn voru ekki lögð fram fyrir dómi og var þessi staðhæfing því talin ósönnuð. Vísuðu stefndu einnig til að eftir að ákvörðun Neytendastofu í máli 31/2019 var birt hafi sést dæmi þess á heimasíðu smálánafyrirtækisins að fyrirtækið hafi veitt lán með 942,62% árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem væri yfir leyfilegum mörkum. Fram kemur í úrskurðinum að ekki hafi verið lögð fram nein gögn þessu til sönnunar. Þá nefndi Breki og Neytendasamtökin að þau telji samning um skuldfærsluheimild af kreditkortum þeirra sem tekið hafi lán hjá stefnanda ekki uppfylla skilyrði laga. „Af framlögðum gögnum verður ekki séð að reynt hafi á réttmæti þess samnings, hvorki hjá Neytendastofu né dómstólum. Í bréfunum er ekki heldur vikið að því að stefndu telji samninginn, sem millifærslurnar grundvallast á, ólöglegan,“ segir í dómi héraðsdóms. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm „Eins og áður segir verður ekki annað séð en að stefnandi hafi næstliðið ár, áður en ummæli stefnda Breka féllu, haldið kostnaði af lánum sínum innan marka 26. gr. laga nr. 33/2013. Ekki verður heldur talið að þær upplýsingar sem enn vantaði í lánssamninga stefnanda hafi gert lán hans hreint og beint ólögmæt. Í það minnsta lagði Neytendastofa ekki á hann þær sektir sem hún hafði boðað. Hann hafði því fært viðskipti sín í rétt horf að kröfu stefndu, Neytendasamtakanna, sem og Neytendastofu, og haldið þeim þannig í eitt ár. Í því ljósi þykir ekki gengið of langt í því að takmarka tjáningarfrelsi stefnda Breka með því að dæma tiltekin ummæli, sem hann lét falla, dauð og ómerk.“ Ólöglegt að hafa skoðun Breki og Neytendasamtökin hafa ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað, líkt og áður segir. „Segja má að dómurinn banni fólki að hafa þá skoðun að starfsemi smálánafyrirtækja brjóti í bága við lög. Engu breyti þótt fyrir liggi fjöldi ákvarðana um ólögmæti slíkrar starfsemi hér á landi. Dómurinn gangi út frá því að það smálánafyrirtæki sem um ræðir hafi í meginatriðum náð að aðlaga lán sín að fyrri úrskurðum og markmiði Neytendasamtakanna hafi þar með verið náð,“ segir í tilkynningu á vef þeirra. „Inn í þessa breytu vantar þó að Neytendasamtökin töldu þessi lán ólögmæt löngu áður en farið var að úrskurða um þau. Það hefði verið bagalegt að fá svona dóm þá, áður en úrskurðaraðilar hófu að dæma þau ólögmæt. Það hafi ekki mátt hafa þá skoðun.“ Breki Karlsson og Neytendasamtökin hafa verið áberandi í baráttunni gegn smálánum.Vísir/Sigurjón Segja samtökin að margt hafi áunnist í áralangri baráttu þeirra við „smálánaóáranina.“ „Smálán sem í boði eru á Íslandi bera ekki lengur ólöglega háa vexti, en á hinn bóginn getur kostnaður við vanskil verið nær takmarkalaus. Þannig þarf að breyta innheimtulögum, setja hámark á innheimtukostnað og tryggja raunverulegt eftirlit með öllum innheimtuaðilum, en eins og Neytendasamtökin hafa bent á er eftirlit með innheimtustarfsemi lögmanna í skötulíki. Þá geta neytendur ekki treyst því að óprúttnir aðilar láti ekki millifæra af reikningum almennings ótilteknar upphæðir. Þessu þarf að breyta og munu Neytendasamtökin halda ótrauð áfram að berjast fyrir því, sem og bættum rétti neytenda í hvívetna.“ Smálán Neytendur Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. 13. apríl 2021 19:27 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
eCommerce 2020 ApS, sem bauð lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán, höfðaði mál gegn Breka og Neytendasamtökunum vegna staðhæfinga í tölvupóstum Breka til Quickpay Aps og Clerhaus A/S í ágúst 2020. Stefndu voru sýknuð af kröfu smálánafyrirtækisins um greiðslu miskabóta og hafa ekki ákveðið hvort dómum verði áfrýjað. Í úrskurði sínum frá 27. september dæmdi héraðsdómur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í yfirlýsingu frá Neytendasamtökunum segir að tölvupóstarnir hafi verið sendir til tveggja greiðslumiðlana í viðleitni til að láta þær vita að þær væru mikilvægur hlekkur í smálánakeðjunni á Íslandi, sem gerði mögulegar úttektir af reikningum fólks. Fjölmargir hefðu þá haft samband við samtökin og óskað eftir aðstoð við að stöðva það sem þau töldu ólöglegar úttektir. Ummælin sögð röng Að mati héraðsdóms voru staðhæfingar Breka rangar þegar ummælin féllu, einkum vegna þess að Neytendastofa hafi aldrei lagt stjórnvaldssektir á eCommerce 2020 þar sem fyrirtækið hafði brugðist við tilmælum. Taldi héraðsdómur að inntak ákvörðunar Neytendastofu í máli nr. 31/2019 sem varðaði fyrirtækið hafi átt að vera Breka kunnugt þegar hann sendi umrædda tölvupósta. „Breki hlaut einnig að vita að aldrei kom til þess að Neytendastofa beitti stefnanda þeim stjórnsýsluviðurlögum, sem hún hafði boðað, lagfærði stefnandi ekki, innan tveggja vikna, það sem út af stóð.“ Að sögn héraðsdóms voru ummælin látin falla þegar ár var liðið frá því að eCommerce 2020 hafði fært kostnað af lánum sínum í lögmætt horf. „Staðhæfingin sem stefndi Breki hélt fram um lán stefnanda var ekki rétt og hlaut honum að vera ljóst þegar hann sendi bréfin að næstliðið ár hefðu hvorki stjórnvöld né dómstólar gert frekari athugasemdir við lán stefnanda en Neytendastofa hafði gert í ágúst 2019. Hann gat því ekki verið í góðri trú um sannleiksgildi ummæla sinna þegar hann sendi bréfin,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Vísuðu til ábendinga og upplýsinga á heimasíðu fyrirtækisins Í skýrslu Breka fyrir dómi kom fram að Neytendasamtökunum hafi borist til eyrna að eCommerce 2020 hafi verið að innheimta lán án þess að hafa lækkað kostnað af þeim í samræmi við hámark laga. Þau gögn voru ekki lögð fram fyrir dómi og var þessi staðhæfing því talin ósönnuð. Vísuðu stefndu einnig til að eftir að ákvörðun Neytendastofu í máli 31/2019 var birt hafi sést dæmi þess á heimasíðu smálánafyrirtækisins að fyrirtækið hafi veitt lán með 942,62% árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem væri yfir leyfilegum mörkum. Fram kemur í úrskurðinum að ekki hafi verið lögð fram nein gögn þessu til sönnunar. Þá nefndi Breki og Neytendasamtökin að þau telji samning um skuldfærsluheimild af kreditkortum þeirra sem tekið hafi lán hjá stefnanda ekki uppfylla skilyrði laga. „Af framlögðum gögnum verður ekki séð að reynt hafi á réttmæti þess samnings, hvorki hjá Neytendastofu né dómstólum. Í bréfunum er ekki heldur vikið að því að stefndu telji samninginn, sem millifærslurnar grundvallast á, ólöglegan,“ segir í dómi héraðsdóms. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelm „Eins og áður segir verður ekki annað séð en að stefnandi hafi næstliðið ár, áður en ummæli stefnda Breka féllu, haldið kostnaði af lánum sínum innan marka 26. gr. laga nr. 33/2013. Ekki verður heldur talið að þær upplýsingar sem enn vantaði í lánssamninga stefnanda hafi gert lán hans hreint og beint ólögmæt. Í það minnsta lagði Neytendastofa ekki á hann þær sektir sem hún hafði boðað. Hann hafði því fært viðskipti sín í rétt horf að kröfu stefndu, Neytendasamtakanna, sem og Neytendastofu, og haldið þeim þannig í eitt ár. Í því ljósi þykir ekki gengið of langt í því að takmarka tjáningarfrelsi stefnda Breka með því að dæma tiltekin ummæli, sem hann lét falla, dauð og ómerk.“ Ólöglegt að hafa skoðun Breki og Neytendasamtökin hafa ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað, líkt og áður segir. „Segja má að dómurinn banni fólki að hafa þá skoðun að starfsemi smálánafyrirtækja brjóti í bága við lög. Engu breyti þótt fyrir liggi fjöldi ákvarðana um ólögmæti slíkrar starfsemi hér á landi. Dómurinn gangi út frá því að það smálánafyrirtæki sem um ræðir hafi í meginatriðum náð að aðlaga lán sín að fyrri úrskurðum og markmiði Neytendasamtakanna hafi þar með verið náð,“ segir í tilkynningu á vef þeirra. „Inn í þessa breytu vantar þó að Neytendasamtökin töldu þessi lán ólögmæt löngu áður en farið var að úrskurða um þau. Það hefði verið bagalegt að fá svona dóm þá, áður en úrskurðaraðilar hófu að dæma þau ólögmæt. Það hafi ekki mátt hafa þá skoðun.“ Breki Karlsson og Neytendasamtökin hafa verið áberandi í baráttunni gegn smálánum.Vísir/Sigurjón Segja samtökin að margt hafi áunnist í áralangri baráttu þeirra við „smálánaóáranina.“ „Smálán sem í boði eru á Íslandi bera ekki lengur ólöglega háa vexti, en á hinn bóginn getur kostnaður við vanskil verið nær takmarkalaus. Þannig þarf að breyta innheimtulögum, setja hámark á innheimtukostnað og tryggja raunverulegt eftirlit með öllum innheimtuaðilum, en eins og Neytendasamtökin hafa bent á er eftirlit með innheimtustarfsemi lögmanna í skötulíki. Þá geta neytendur ekki treyst því að óprúttnir aðilar láti ekki millifæra af reikningum almennings ótilteknar upphæðir. Þessu þarf að breyta og munu Neytendasamtökin halda ótrauð áfram að berjast fyrir því, sem og bættum rétti neytenda í hvívetna.“
Smálán Neytendur Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12 Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. 13. apríl 2021 19:27 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. 11. júní 2021 13:12
Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. 13. apríl 2021 19:27
Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24
Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30