Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 14:02 Friðrik Jónsson Aðsend Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“ Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“
Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira