Hrútar og gimbrar í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2021 12:31 Fallegir hrútar víða að munu koma fram á hrútasýningunni á Raufarhöfn í dag þar sem dómarar munu þukla og stiga þá. Einning verður fegurðarsamkeppni gimbra. Halla Eygló Sveinsdóttir Íslenska sauðkindin verður í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag því þar fer fram hrútadagur með tilheyrandi hrútasýningu. Einnig verður fegurðarsamkeppni gimbra. Mikið af fallegu sauðfé er á sauðfjárræktarbúum í sveitunum í kringum Raufarhöfn og því þykir vel við hæfi að vera með sérstakan hrútadag í þorpinu, sem er líka hluti af bæjarhátíð staðarins. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er í forsvari fyrir Hrútadaginn. „Hér verður mikið um að vera í dag enda fólkið byrjað að týnast inn á staðinn, ásamt hrútunum. Það verður hrútasýning og svo verða krakkarnir með fegurðarsamkeppni gimbra og veitt verða verðlaun fyrir það. Svo verður fullt af sölubásum og alls konar sem fylgir þessu. Svo í kvöld verða Hvanndalsbræður með tónleika í félagsheimilinu hjá okkur,“ segir Ingibjörg. „Já, það er það, hér er fallegt sauðfé og hér eru forystukindurnar líka. Hrútadagurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og ég vona að svo verði líka í dag. Íslenska sauðkindin er náttúrulega bara flottasta kind, sem finnst í veröldinni vil ég meina. Við eigum bara að vera stolt af íslensku sauðkindinni, sem hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar,“ bætir Ingibjörg við aðspurð um sauðféð á svæðinu. Þá má geta þess að á morgun verður léttmessa í kirkjunni á Raufarhöfn í tilefni af hrútadeginum og menningarviku, sem lýkur þá formlega á morgun, sunnudag. Hrútadagurinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Mikið af fallegu sauðfé er á sauðfjárræktarbúum í sveitunum í kringum Raufarhöfn og því þykir vel við hæfi að vera með sérstakan hrútadag í þorpinu, sem er líka hluti af bæjarhátíð staðarins. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er í forsvari fyrir Hrútadaginn. „Hér verður mikið um að vera í dag enda fólkið byrjað að týnast inn á staðinn, ásamt hrútunum. Það verður hrútasýning og svo verða krakkarnir með fegurðarsamkeppni gimbra og veitt verða verðlaun fyrir það. Svo verður fullt af sölubásum og alls konar sem fylgir þessu. Svo í kvöld verða Hvanndalsbræður með tónleika í félagsheimilinu hjá okkur,“ segir Ingibjörg. „Já, það er það, hér er fallegt sauðfé og hér eru forystukindurnar líka. Hrútadagurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og ég vona að svo verði líka í dag. Íslenska sauðkindin er náttúrulega bara flottasta kind, sem finnst í veröldinni vil ég meina. Við eigum bara að vera stolt af íslensku sauðkindinni, sem hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar,“ bætir Ingibjörg við aðspurð um sauðféð á svæðinu. Þá má geta þess að á morgun verður léttmessa í kirkjunni á Raufarhöfn í tilefni af hrútadeginum og menningarviku, sem lýkur þá formlega á morgun, sunnudag. Hrútadagurinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira