Hlutabréf bóluefnaframleiðenda hríðféllu eftir tilkynningu um nýtt Covid-lyf í pilluformi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 10:00 Svona líta pillurnar út. Merck & Co/AP Hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Moderna og BioNTech hríðféllu á mörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um árangur nýs veirulyfs í pilluformi gegn Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær jákvæðar niðurstöður vegna rannsókna á lyfinu Molnupiravir, veirulyfi sem ætlað er gegn Covid-19 og er í pilluformi. Niðurstöðurnar reyndust svo jákvæðar að mælt var með því að stöðva rannsóknina og hyggst Merck sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Fari lyfið, sem nefnt er eftir Mjölni, hamri þrumuguðsins Þórs, markar það þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19, þar sem öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að það gagnist gegn Covid-19 eru gefin í æð. Sem áður segir er Molnupiravir í pilluformi. Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi tekið vel í tíðindin en hlutabréf Merck hækkuðu um 8,4 prósent fyrir lok dags í gær. Hlutabréf framleiðenda bóluefna tóku hins vegar í sumum tilfellum dýfu. Hlutabréf Moderna lækkuðu um 11,4 prósent og hlutabréf BioNTech, samstarfsfyrirtæki Pfizer, lækkaði um tæp sjö prósent. Hlutabréf Pfizer lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,2 prósent. Hafa skal þó í huga að lækkanirnar í gær blikna í samanburði við þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði Moderna og BioNtech á árinu. Hlutabréf Moderna hafa hækkað í verði um 220 prósent á árinu, BioNtech um tæp 200 prósent. Í frétt Reuters er haft eftir greinendum á markaði að þeir telji að hið nýja lyf geti leitt til þess að hræðsla við Covid-19 minnki og færri munu því þá bólusetningu, sem muni setja pressu á hlutabréfaverð bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær jákvæðar niðurstöður vegna rannsókna á lyfinu Molnupiravir, veirulyfi sem ætlað er gegn Covid-19 og er í pilluformi. Niðurstöðurnar reyndust svo jákvæðar að mælt var með því að stöðva rannsóknina og hyggst Merck sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Fari lyfið, sem nefnt er eftir Mjölni, hamri þrumuguðsins Þórs, markar það þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19, þar sem öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að það gagnist gegn Covid-19 eru gefin í æð. Sem áður segir er Molnupiravir í pilluformi. Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi tekið vel í tíðindin en hlutabréf Merck hækkuðu um 8,4 prósent fyrir lok dags í gær. Hlutabréf framleiðenda bóluefna tóku hins vegar í sumum tilfellum dýfu. Hlutabréf Moderna lækkuðu um 11,4 prósent og hlutabréf BioNTech, samstarfsfyrirtæki Pfizer, lækkaði um tæp sjö prósent. Hlutabréf Pfizer lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,2 prósent. Hafa skal þó í huga að lækkanirnar í gær blikna í samanburði við þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði Moderna og BioNtech á árinu. Hlutabréf Moderna hafa hækkað í verði um 220 prósent á árinu, BioNtech um tæp 200 prósent. Í frétt Reuters er haft eftir greinendum á markaði að þeir telji að hið nýja lyf geti leitt til þess að hræðsla við Covid-19 minnki og færri munu því þá bólusetningu, sem muni setja pressu á hlutabréfaverð bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira