Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - KA/Þór 20-26 | KA/Þór er Íslands- og bikarmeistari Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 16:30 Bikarmeistarar KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór eru bikarmeistarar annað árið í röð í Cocacola bikar kvenna er þær sigruðu lið Fram 26-20 í Schenker-höllinni í Hafnafirði. Þær eru nú ríkjandi íslandsmeistarar, deildarmeistarar og bikarmeistarar. Leikurinn fór jafnt af stað en ekki leið að löngu þar til KA/Þór tóku forystu, eða eftir um tíu mínútna leik. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá var staðan 6-2, KA/Þór í vil. Stefán hristi aldeilis upp í sínum stelpum sem áttu frábæran 4-0 kafla og var staðan orðin jöfn tæpum fimm mínútum síðar. Þá tók Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, leikhlé. Liðin héldu jafnt næstu mínútur þar til akureyringunum tókst aftur að brúa bilið. Stella Sigurðardóttir, í liði Fram, fékk tvær mínútur á 24. mínútu og spiluðu þær því sókn án markmanns þar til jafnt varð í liðum. KA/Þór nýttu sér það og tókst að auka muninn í 10-8. Fram skoruðu ekki nema eitt mark til viðbótar á meðan KA/Þór tókst að setja tvö. Staðan því 12-9 þegar dómarar flautuðu til hálfleiks. KA/Þór byrjuðu síðari hálfleikinn betur og tókst þeim að auka muninn í sex mörk á rúmum fimm mínútum sem varð til þess að Stefán Arnarsson tók sitt annað leikhlé. Það dugði til því Framarar áttu þar með frábæran 5-2 kafla og staðan komin í 20-17. Þá tók Arnar Snær sitt annað leikhlé til vonar um að hrista í liðinu. Sem hafðist því þeim tókst að auka forystuna enn á ný. Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka tók Stefán Arnarsson sitt síðasta leikhlé en það hafði þó lítið að segja þar sem KA/Þór héldu út alveg þar til flautað var til leiksloka. Staðan 26-20 fyrir KA/Þór og þær þar með komnar með sinn annan bikarmeistaratitilinn í röð. Bikar í þann mund að fara á loft.Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann KA/Þór? Það mátti sjá strax frá byrjun hvort liðið þyrsti meira í bikarinn en leikgleðin skein af liði KA/Þórs frá fyrstu mínútu. Þær áttu frábæran leik, hvort sem það var í vörn eða sókn. Þær voru yfir höfuð agaðari sem og ákveðnari í leiknum. Þrátt fyrir að hafa misst muninn í jafntefli í fyrra hálfleik misstu þær aldrei haus. Þær sýndu frumkvæði allan leikinn og sýndu það að þær áttu sigurinn verðskuldaðann. Fagnaðarlætin voru innileg.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Í liði bikarmeistaranna stóðu þær Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir upp úr en þær spiluðu báðar frábærlega fyrir sitt lið. Unnur var markahæst í sínu liði með sex mörk og var Rut með fimm. Rut var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins en hún átti stórkostlegan leik bæði í vörn og sókn og sýndi frábæran karakter. Matea Lonac átti virkilega góðan leik í marki KA/Þórs en hún varð með 17 varða bolta, eða 45% vörslu, þar af eitt víti. Sigrinum fagnað.Vísir/Hulda Margrét Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Karen Knútsdóttir kom þar á eftir henni með sex en hún átti einnig virkilega góðan varnarleik í dag. Hvað gekk illa? Fram virtust ekki vera með hausinn alveg skrúfaðan í dag en það vantaði mikið upp á leik þeirra. Þær misstu strax trú þegar KA/Þór tóku forystuna og þurfti Stefán að rífa þær áfram í leikinn. Þær náðu að minnka forystuna hættulega mikið tvisvar sinnum í leiknum en misstu hana svo alltaf aftur. Fram klikkuðu einnig á alltof mörgum dauðafærum og voru mörg skot upp úr engu. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjarpása hjá stelpunum en landsliðið spilar næstu vikur um sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í janúar á næsta ári. Næsti deildarleikur hjá Fram verður 16. október en þá munu þær mæta HK á heimavelli. KA/Þór og Fram mætast í næsta leik Fram sem verður 23. október. Þær voru miklu betri en við Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Það er í fyrsta lagi vonbrigði að tapa. Í öðru lagi þá vil ég óska KA/Þór til hamingju. Þær voru miklu betri en við og áttu þetta virkilega skilið. Þessi leikur var hálf endurtekining frá síðasta ári hjá okkur og ég vona að við verðum sterkari á komandi tímum.“ „Eini góði kaflinn okkar í leiknum var þegar við fengum 9-8 og það var ekki nema fimm mínútna kafli. En því miður þá náðum við ekki að vinna okkur upp úr þessu. Það eru bara leiðindi í svona leik en það var betra liðið sem vann hérna í dag.“ Ekki sjálf prófað að vera bikarmeistari Rut Jónsdóttir hafði ekki orðið bikarmeistari áður.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður ótrúlega vel. Ég hef ekki sjálf prófað að vera bikarmeistari með þeim en það er frábært að enda svona. Þetta er hálfgert áframhald frá síðasta tímabili og ég er virkilega ánægð og stolt.“ „Mér fannst spennustigið rosalega gott hjá okkur. Það er ákveðnin í okkur sem stendur uppi en mér fannst við vera að sína hana allan leikinn. Við komum bara inn í þetta brjálaðar frá byrjun og héldum út.“ Handbolti Fram KA Þór Akureyri
KA/Þór eru bikarmeistarar annað árið í röð í Cocacola bikar kvenna er þær sigruðu lið Fram 26-20 í Schenker-höllinni í Hafnafirði. Þær eru nú ríkjandi íslandsmeistarar, deildarmeistarar og bikarmeistarar. Leikurinn fór jafnt af stað en ekki leið að löngu þar til KA/Þór tóku forystu, eða eftir um tíu mínútna leik. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá var staðan 6-2, KA/Þór í vil. Stefán hristi aldeilis upp í sínum stelpum sem áttu frábæran 4-0 kafla og var staðan orðin jöfn tæpum fimm mínútum síðar. Þá tók Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, leikhlé. Liðin héldu jafnt næstu mínútur þar til akureyringunum tókst aftur að brúa bilið. Stella Sigurðardóttir, í liði Fram, fékk tvær mínútur á 24. mínútu og spiluðu þær því sókn án markmanns þar til jafnt varð í liðum. KA/Þór nýttu sér það og tókst að auka muninn í 10-8. Fram skoruðu ekki nema eitt mark til viðbótar á meðan KA/Þór tókst að setja tvö. Staðan því 12-9 þegar dómarar flautuðu til hálfleiks. KA/Þór byrjuðu síðari hálfleikinn betur og tókst þeim að auka muninn í sex mörk á rúmum fimm mínútum sem varð til þess að Stefán Arnarsson tók sitt annað leikhlé. Það dugði til því Framarar áttu þar með frábæran 5-2 kafla og staðan komin í 20-17. Þá tók Arnar Snær sitt annað leikhlé til vonar um að hrista í liðinu. Sem hafðist því þeim tókst að auka forystuna enn á ný. Þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka tók Stefán Arnarsson sitt síðasta leikhlé en það hafði þó lítið að segja þar sem KA/Þór héldu út alveg þar til flautað var til leiksloka. Staðan 26-20 fyrir KA/Þór og þær þar með komnar með sinn annan bikarmeistaratitilinn í röð. Bikar í þann mund að fara á loft.Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann KA/Þór? Það mátti sjá strax frá byrjun hvort liðið þyrsti meira í bikarinn en leikgleðin skein af liði KA/Þórs frá fyrstu mínútu. Þær áttu frábæran leik, hvort sem það var í vörn eða sókn. Þær voru yfir höfuð agaðari sem og ákveðnari í leiknum. Þrátt fyrir að hafa misst muninn í jafntefli í fyrra hálfleik misstu þær aldrei haus. Þær sýndu frumkvæði allan leikinn og sýndu það að þær áttu sigurinn verðskuldaðann. Fagnaðarlætin voru innileg.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Í liði bikarmeistaranna stóðu þær Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir upp úr en þær spiluðu báðar frábærlega fyrir sitt lið. Unnur var markahæst í sínu liði með sex mörk og var Rut með fimm. Rut var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins en hún átti stórkostlegan leik bæði í vörn og sókn og sýndi frábæran karakter. Matea Lonac átti virkilega góðan leik í marki KA/Þórs en hún varð með 17 varða bolta, eða 45% vörslu, þar af eitt víti. Sigrinum fagnað.Vísir/Hulda Margrét Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. Karen Knútsdóttir kom þar á eftir henni með sex en hún átti einnig virkilega góðan varnarleik í dag. Hvað gekk illa? Fram virtust ekki vera með hausinn alveg skrúfaðan í dag en það vantaði mikið upp á leik þeirra. Þær misstu strax trú þegar KA/Þór tóku forystuna og þurfti Stefán að rífa þær áfram í leikinn. Þær náðu að minnka forystuna hættulega mikið tvisvar sinnum í leiknum en misstu hana svo alltaf aftur. Fram klikkuðu einnig á alltof mörgum dauðafærum og voru mörg skot upp úr engu. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjarpása hjá stelpunum en landsliðið spilar næstu vikur um sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í janúar á næsta ári. Næsti deildarleikur hjá Fram verður 16. október en þá munu þær mæta HK á heimavelli. KA/Þór og Fram mætast í næsta leik Fram sem verður 23. október. Þær voru miklu betri en við Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Það er í fyrsta lagi vonbrigði að tapa. Í öðru lagi þá vil ég óska KA/Þór til hamingju. Þær voru miklu betri en við og áttu þetta virkilega skilið. Þessi leikur var hálf endurtekining frá síðasta ári hjá okkur og ég vona að við verðum sterkari á komandi tímum.“ „Eini góði kaflinn okkar í leiknum var þegar við fengum 9-8 og það var ekki nema fimm mínútna kafli. En því miður þá náðum við ekki að vinna okkur upp úr þessu. Það eru bara leiðindi í svona leik en það var betra liðið sem vann hérna í dag.“ Ekki sjálf prófað að vera bikarmeistari Rut Jónsdóttir hafði ekki orðið bikarmeistari áður.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður ótrúlega vel. Ég hef ekki sjálf prófað að vera bikarmeistari með þeim en það er frábært að enda svona. Þetta er hálfgert áframhald frá síðasta tímabili og ég er virkilega ánægð og stolt.“ „Mér fannst spennustigið rosalega gott hjá okkur. Það er ákveðnin í okkur sem stendur uppi en mér fannst við vera að sína hana allan leikinn. Við komum bara inn í þetta brjálaðar frá byrjun og héldum út.“