Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 08:47 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira