Arnar bað Brynju við Eiffel turninn: „Viltu vera með mér að eilífu?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2021 10:53 Ofurparið Arnar Eyfells og Brynja Kúla trúlofuðu sig í París á dögunum. Arnar Eyfells hugmyndasmiður og framleiðandi var einn af fyrstu Einhleypum Makamála fyrir rúmum tveimur en í dag er hann nýtrúlofaður og svífur um á bleiku skýi. Arnar og Brynja eru mjög samstíga og hafa verið saman í rúm tvö ár. Fyrir tveimur árum síðan kynntist hann fyrirsætunni og leikkonunni Brynju Kúlu Guðmundsdóttur sem stal hjarta hans samstundis og býr parið saman í miðbæ Reykjavíkur. Það er óhætt að segja að parið geisli af hamingju og gleði en núna 18. september síðastliðinn ákvað Arnar að fara á skeljarnar og biðja sinnar heittelskuðu. Það má til gamans geta að þegar Arnar er spurður um drauma stefnumótið í Einhleypu viðtalinu sem Makamál tóku við Arnar þann 18. júní 2019 sagði hann þetta. Það væri eitthvað movie-moment. Einhver sena úr Midnight in Paris og Roman Holiday blönduð saman í einhverja fallega súpu. Ég er alveg hopeless romantic. Það er því óhætt að segja að draumstefnumótið hafi svo sannarlega orðið að veruleika hjá Arnari og gott betur en það. Allt small á fyrsta stefnumótinu „Þegar við kynntumst þá small einhvern veginn bara allt og ég vissi að mig langaði til þess að verja lífinu með henni. Tveimur árum síðar ákvað ég að bjóða henni til Frakklands í þeim tilgangi til þess að biðja hennar,“ segir Arnar aðspurður hvort að hann haf verið búinn að plana bónorðið lengi. Hvað með hringinn? Varstu búinn að kaupa hann áður en þú barst upp stóru spurninguna? „Já, ég var líka búinn að leita af fullkomna hringnum frekar lengi en datt svo inn á einn sem mér finnst algjörlega fullkominn. Hann er með bleikum safír umkringdur demöntum. Bleikur safírhringur skreyttur með demöntum. Brynja er svolítið þekkt fyrir það hjá sínum vinum og vandamönnum að elska bleikan lit þannig að ég varð eðlilega að finna hring með einhverju bleiku.“ Arnar bauð Brynju svo í rómantískt frí til Frakklands þar sem hann skipulagði einkasiglingu um ánna Signu. „Svo þegar Brynja skrapp inn á baðherbergi þá laumaði ég því að skipstjóranum að ég ætla að biðja hennar í siglingunni. Hann var svo ógeðslega skemmtilegur gaur og við plönuðum það saman að þegar við kæmum að Eifell turninum myndi hann drepa á bátnum og bjóðast til þess að taka mynd af okkur.“ Eftir um 45 mínútna siglingu voru þau loksins komin að Eifell turninum og segist Arnar þá hafa verið kominn með fiðring um allan líkamann. Skipstjórinn drap þá á vélinni, tók upp símann gerði sig líklegan til þess að taka mynd af okkur. Ég sneri mér þá að Brynju og sagði frekar lágt „Brynja, ég er hérna með smá spurningu.“ Hún leit á mig hálfbrosandi og sagði „Nú?“ Svo dró ég fram Tiffany‘s boxið og sagði „Viltu vera með mér að eilífu?“ Stundin þegar Brynja sagði já. Arnar segir þessa setningu hafa verið svona þeirra frasa fram að þessari stundu. „Hún brosti strax, sagði já og svo fórum við bæði að hlæja og gráta til skiptis.“ Siglingin hélt svo áfram um Signu þar sem skipstjórinn gaf nýtrúlofaða parinu kampavín. Arnar segir stundina hafa verið fullkomna. Hér má sjá viðtal við Arnar stuttu eftir að hann og Brynja urðu par. Segið svo að rómantíkin sé bara í bíómyndunum. Það er nóg um að vera hjá Arnari þessa dagana en hann er einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Ketchup Creative sem framleiðir meðal annars sjónvarpsseríurnar Samstarf og Afbrigði, sem eru nú í sýningu á Stöð 2. Framundan hjá mér er bara áframhaldandi þáttargerð í bland við auglýsingagerð fyrir skemmtilegustu viðskiptavini sem hægt er að hugsa sér. Svo erum við Brynja líka að gera upp íbúð í Þingholtunum og stefnum á að flytja inn núna í október. Rómantík í Frakklandi. Hér fyrir neðan svarar svo hin nýtrúlofaða Brynja spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: About Time. Fyrsti kossinn okkar: Ofan í náttúrulaug á fyrsta stefnumótinu okkar. Lagið „okkar“ er: Sko, á fyrsta stefnumótinu var lagið Oh Darling með Bítlunum í gangi en svo áttum við rosalegt bonding moment yfir laginu Disco Tits og Once Upon a December. Þegar hann bað mín var lagið Minning með Ásgeiri Trausta í spilun. Þannig ætli það séu ekki bara öll þessi lög. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Eins og fyrsta stefnumótið okkar, haha. Og þegar báðir aðilar eru 100% á staðnum, týnast í stað og stund. En ef ég à ekki að vera alveg svona væmin þá er það einhver fallegur staður í náttúrunni á góðum sumardegi við vatn með góða pikknikktösku með í för. Uppáhaldsmaturinn minn: Burrito. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Línuskautar sem ég gaf Arnari í afmælisgjöf. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Arnar gaf mér Hologram hjólaskauta þegar við vorum tiltölulega nýbúin að kynnast. Ætlaði meira að segja að gefa þá gjöf á fyrsta stefnumóti, var svo ofpeppaður, en á sem betur fer vini sem höfðu vit fyrir honum og sögðu honum að það væri kannski betra að bíða aðeins með þetta þangað til eftir fyrsta stefnumótið. Fyrsta gjöf Arnars til Brynju voru þessir skemmtilegu hjólaskautar. Ég elska að: Leika, mála, hugleiða, vera úti í náttúrunni, elda góðan mat fyrir okkur, ferðast, vera í fanginu hjá Arnari og þegar hann kúrir aðeins lengur með mér á morgnanna en hann sagðist ætla að vera því það er bara aðeins of kósí. Kærastinn minn er: Rómantískasti maður á landinu, fallegasti maður í heiminum, besti maður í geimnum. Brynja segir Arnar vera einn rómantískasta manninn á landinu. Okkur langar að gera orðabók um bara jákvæðum lýsingarorðum og ég held að Arnar myndi ná yfir meira en 95% af þeim. Rómantískasti staður á landinu er: Fangið hans Arnars, hvar sem er á landinu. Ást er: Algjör skilningur og stuðningur við hvort annað. Klór á haus þegar þú ert sjálfur alveg uppgefin í höndinni. Að týnast í augunum á makanum sínum og tárast yfir þakklæti. Það fallegasta sem til er. Að taka makanum þínum sem hluta af sjálfum þér. Að hlæja saman. Að hlakka til þess að koma heim í knús. Nánd. Brynja og Arnar kynntust fyrir tveimur árum. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu „Við eigum oftast bestu stundirnar okkar saman sem fjölskylda við matarboðið,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir í viðtali við Makamál. 28. september 2021 06:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Arnar og Brynja eru mjög samstíga og hafa verið saman í rúm tvö ár. Fyrir tveimur árum síðan kynntist hann fyrirsætunni og leikkonunni Brynju Kúlu Guðmundsdóttur sem stal hjarta hans samstundis og býr parið saman í miðbæ Reykjavíkur. Það er óhætt að segja að parið geisli af hamingju og gleði en núna 18. september síðastliðinn ákvað Arnar að fara á skeljarnar og biðja sinnar heittelskuðu. Það má til gamans geta að þegar Arnar er spurður um drauma stefnumótið í Einhleypu viðtalinu sem Makamál tóku við Arnar þann 18. júní 2019 sagði hann þetta. Það væri eitthvað movie-moment. Einhver sena úr Midnight in Paris og Roman Holiday blönduð saman í einhverja fallega súpu. Ég er alveg hopeless romantic. Það er því óhætt að segja að draumstefnumótið hafi svo sannarlega orðið að veruleika hjá Arnari og gott betur en það. Allt small á fyrsta stefnumótinu „Þegar við kynntumst þá small einhvern veginn bara allt og ég vissi að mig langaði til þess að verja lífinu með henni. Tveimur árum síðar ákvað ég að bjóða henni til Frakklands í þeim tilgangi til þess að biðja hennar,“ segir Arnar aðspurður hvort að hann haf verið búinn að plana bónorðið lengi. Hvað með hringinn? Varstu búinn að kaupa hann áður en þú barst upp stóru spurninguna? „Já, ég var líka búinn að leita af fullkomna hringnum frekar lengi en datt svo inn á einn sem mér finnst algjörlega fullkominn. Hann er með bleikum safír umkringdur demöntum. Bleikur safírhringur skreyttur með demöntum. Brynja er svolítið þekkt fyrir það hjá sínum vinum og vandamönnum að elska bleikan lit þannig að ég varð eðlilega að finna hring með einhverju bleiku.“ Arnar bauð Brynju svo í rómantískt frí til Frakklands þar sem hann skipulagði einkasiglingu um ánna Signu. „Svo þegar Brynja skrapp inn á baðherbergi þá laumaði ég því að skipstjóranum að ég ætla að biðja hennar í siglingunni. Hann var svo ógeðslega skemmtilegur gaur og við plönuðum það saman að þegar við kæmum að Eifell turninum myndi hann drepa á bátnum og bjóðast til þess að taka mynd af okkur.“ Eftir um 45 mínútna siglingu voru þau loksins komin að Eifell turninum og segist Arnar þá hafa verið kominn með fiðring um allan líkamann. Skipstjórinn drap þá á vélinni, tók upp símann gerði sig líklegan til þess að taka mynd af okkur. Ég sneri mér þá að Brynju og sagði frekar lágt „Brynja, ég er hérna með smá spurningu.“ Hún leit á mig hálfbrosandi og sagði „Nú?“ Svo dró ég fram Tiffany‘s boxið og sagði „Viltu vera með mér að eilífu?“ Stundin þegar Brynja sagði já. Arnar segir þessa setningu hafa verið svona þeirra frasa fram að þessari stundu. „Hún brosti strax, sagði já og svo fórum við bæði að hlæja og gráta til skiptis.“ Siglingin hélt svo áfram um Signu þar sem skipstjórinn gaf nýtrúlofaða parinu kampavín. Arnar segir stundina hafa verið fullkomna. Hér má sjá viðtal við Arnar stuttu eftir að hann og Brynja urðu par. Segið svo að rómantíkin sé bara í bíómyndunum. Það er nóg um að vera hjá Arnari þessa dagana en hann er einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Ketchup Creative sem framleiðir meðal annars sjónvarpsseríurnar Samstarf og Afbrigði, sem eru nú í sýningu á Stöð 2. Framundan hjá mér er bara áframhaldandi þáttargerð í bland við auglýsingagerð fyrir skemmtilegustu viðskiptavini sem hægt er að hugsa sér. Svo erum við Brynja líka að gera upp íbúð í Þingholtunum og stefnum á að flytja inn núna í október. Rómantík í Frakklandi. Hér fyrir neðan svarar svo hin nýtrúlofaða Brynja spurningum í viðtalsliðnum Ást er: Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: About Time. Fyrsti kossinn okkar: Ofan í náttúrulaug á fyrsta stefnumótinu okkar. Lagið „okkar“ er: Sko, á fyrsta stefnumótinu var lagið Oh Darling með Bítlunum í gangi en svo áttum við rosalegt bonding moment yfir laginu Disco Tits og Once Upon a December. Þegar hann bað mín var lagið Minning með Ásgeiri Trausta í spilun. Þannig ætli það séu ekki bara öll þessi lög. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Eins og fyrsta stefnumótið okkar, haha. Og þegar báðir aðilar eru 100% á staðnum, týnast í stað og stund. En ef ég à ekki að vera alveg svona væmin þá er það einhver fallegur staður í náttúrunni á góðum sumardegi við vatn með góða pikknikktösku með í för. Uppáhaldsmaturinn minn: Burrito. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Línuskautar sem ég gaf Arnari í afmælisgjöf. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Arnar gaf mér Hologram hjólaskauta þegar við vorum tiltölulega nýbúin að kynnast. Ætlaði meira að segja að gefa þá gjöf á fyrsta stefnumóti, var svo ofpeppaður, en á sem betur fer vini sem höfðu vit fyrir honum og sögðu honum að það væri kannski betra að bíða aðeins með þetta þangað til eftir fyrsta stefnumótið. Fyrsta gjöf Arnars til Brynju voru þessir skemmtilegu hjólaskautar. Ég elska að: Leika, mála, hugleiða, vera úti í náttúrunni, elda góðan mat fyrir okkur, ferðast, vera í fanginu hjá Arnari og þegar hann kúrir aðeins lengur með mér á morgnanna en hann sagðist ætla að vera því það er bara aðeins of kósí. Kærastinn minn er: Rómantískasti maður á landinu, fallegasti maður í heiminum, besti maður í geimnum. Brynja segir Arnar vera einn rómantískasta manninn á landinu. Okkur langar að gera orðabók um bara jákvæðum lýsingarorðum og ég held að Arnar myndi ná yfir meira en 95% af þeim. Rómantískasti staður á landinu er: Fangið hans Arnars, hvar sem er á landinu. Ást er: Algjör skilningur og stuðningur við hvort annað. Klór á haus þegar þú ert sjálfur alveg uppgefin í höndinni. Að týnast í augunum á makanum sínum og tárast yfir þakklæti. Það fallegasta sem til er. Að taka makanum þínum sem hluta af sjálfum þér. Að hlæja saman. Að hlakka til þess að koma heim í knús. Nánd. Brynja og Arnar kynntust fyrir tveimur árum.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu „Við eigum oftast bestu stundirnar okkar saman sem fjölskylda við matarboðið,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir í viðtali við Makamál. 28. september 2021 06:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu „Við eigum oftast bestu stundirnar okkar saman sem fjölskylda við matarboðið,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir í viðtali við Makamál. 28. september 2021 06:01