Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:59 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09