Sleppa við afgreiðslukassann Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2021 21:01 Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. Vísir/Egill Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. Með snjallverslunarappi Krónunnar þá skanna viðskiptavinir vörurnar inn í símann og greiða fyrir þær þar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir lítið mál að treysta viðskiptavinunum fyrir því að sjá um þetta sjálfir. „Rétt eins og með sjálfsafgreiðslu og annað, við treystum okkar viðskiptavinum og það gengur mjög vel. Ég myndi ekki ætla annað en að það muni ganga vel áfram,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Í einstaka tilfellum færðu slembiúrtak. Þá er þér beint að kassa þar sem starfsmaður tekur á móti þér og kannar vörurnar í pokanum og svo er þér hleypt út þegar búið er að gera það.“ En hvað gerir verslunin við ávexti og grænmeti sem ekki hafa strikamerki og hefur hingað til þurft að vigta? Svarið er að selja þá í stykkjatali. „Áður fyrr horfði maður á kílóverð á bönunum en í dag tekuru einn banana og veist að hann kostar 49 krónur í appinu.“ Þá skiptir stærðin á þeim ekki máli lengur? Þetta kemur kannski út á það sama á endanum? „Þetta kemur út á það sama á endanum. Við þekkjum þetta frá Norðurlöndunum þar sem þetta er allt saman í stykkjatali. Þannig að við förum bara sömu leið.“ Þessi þjónusta verður einungis í boði verslunar Krónunnar í Lindunum fyrst um sinn, en gangi þetta vel verður það yfirfært á aðrar verslanir. Ásta sér þó ekki fyrir sér að afgreiðslufólk hverfi algjörlega. „Ég held að þetta verði í bland. En númer eitt, tvö og þrjú er að auðvelda viðskiptavinum lífið. Við erum öll á hraðferð og þetta mun bara koma í veg fyrir miklar raðamyndanir, til dæmis fyrir jólin.“ Verslun Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Með snjallverslunarappi Krónunnar þá skanna viðskiptavinir vörurnar inn í símann og greiða fyrir þær þar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir lítið mál að treysta viðskiptavinunum fyrir því að sjá um þetta sjálfir. „Rétt eins og með sjálfsafgreiðslu og annað, við treystum okkar viðskiptavinum og það gengur mjög vel. Ég myndi ekki ætla annað en að það muni ganga vel áfram,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. „Í einstaka tilfellum færðu slembiúrtak. Þá er þér beint að kassa þar sem starfsmaður tekur á móti þér og kannar vörurnar í pokanum og svo er þér hleypt út þegar búið er að gera það.“ En hvað gerir verslunin við ávexti og grænmeti sem ekki hafa strikamerki og hefur hingað til þurft að vigta? Svarið er að selja þá í stykkjatali. „Áður fyrr horfði maður á kílóverð á bönunum en í dag tekuru einn banana og veist að hann kostar 49 krónur í appinu.“ Þá skiptir stærðin á þeim ekki máli lengur? Þetta kemur kannski út á það sama á endanum? „Þetta kemur út á það sama á endanum. Við þekkjum þetta frá Norðurlöndunum þar sem þetta er allt saman í stykkjatali. Þannig að við förum bara sömu leið.“ Þessi þjónusta verður einungis í boði verslunar Krónunnar í Lindunum fyrst um sinn, en gangi þetta vel verður það yfirfært á aðrar verslanir. Ásta sér þó ekki fyrir sér að afgreiðslufólk hverfi algjörlega. „Ég held að þetta verði í bland. En númer eitt, tvö og þrjú er að auðvelda viðskiptavinum lífið. Við erum öll á hraðferð og þetta mun bara koma í veg fyrir miklar raðamyndanir, til dæmis fyrir jólin.“
Verslun Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira