Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2021 22:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum. Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“ Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Reglulega safnast saman hópur fólks á bílaplaninu við Norðurturninn. Hópurinn kemur akandi á bílum sínum, fer í spyrnu á bílaplaninu og spilar háværa tónlist. Íbúar í nærliggjandi húsum segja lætin iðulega halda vöku fyrir þeim og krefjast þess að brugðist verði við. Þeir hafa meðal annars óskað eftir stuðningi annarra bæjarbúa á vefsíðunni Okkar Kópavogur sem er samráðsverkefni íbúa og bæjarins. „Við erum búin að fá tilkynningar núna í haust eiginlega nánast um hverja einustu helgi. Hérna höfum við verið að upplifa að ungmenni er að koma hérna á bílnum seint á kvöldin,“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir hópnum oft fylgja mikil læti. „Ég kalla þetta bara svona djöfulgang, spól, hávaði, það er verið að þenja bílvélar og það gefur augaleið hérna inni í íbúðarhverfi þá gengur þetta ekki upp.“ Skoða að loka bílakjallaranum Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði í samtali við fréttastofu að rekstraraðilar Norðurturnsins hefðu þegar brugðist við vandamálinu með uppsetningu myndavéla, hraðahindrana og vöktun á næturnar um helgar þegar ástandið hefur verið hvað verst. Það hafi þó ekki dugað til og því sé verið að skoða næstu skref en til greina komi að loka bílakjallaranum þegar hann er ekki í notkun. Árni segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögreglan þarf ítrekað að hafa afskipti af þessum hópi. „Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt vandamál. Við höfum upplifað tilkynningar víða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virðist vera svona þessi hópur hann ferðast svona um höfuðborgarsvæðið og er með þennan hávaða.“
Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira