„Myndi elska að mæta Íslandi á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 10:00 María Þórisdóttir hefur leikið 51 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. getty/Martin Rose Evrópumót kvenna í fótbolta verður haldið í vöggu fótboltans, Englandi, á næsta ári. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með Manchester United, hefði ekkert á móti því að lenda í riðli með „hinu“ landinu sínu, Íslandi, í riðli á EM. Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi. EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira