Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2021 11:33 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Kæran verður lögð fram formlega á næstu dögum. Eftir atvikum verði kæra einnig send til lögreglu, að sögn Magnúsar. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokks í kjördæminu, er með kæru til lögreglu um framkvæmd kosninganna í smíðum. Magnús Davíð og Karl Gauti deila þeirri skoðun að alvarlegir ágallar hafi verið á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Salur læstur en ekki innsiglaður frekar en atkvæðin „Kjörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi í sal hótelsins þegar talningafólk fór heim. Varsla og eftirlit á þeim tíma, sem leið frá lokum talningar og fram að endurtalningu, þegar starfsfólk mætti aftur liggur ekki fyrir með fullnægjandi hætti. Hótelið var opið og þar mátti sjá gesti þegar endurtalning fór fram. Hafi salnum verið læst var hann ekki innsiglaður og þá liggur ekki fyrir hver eða hverjir höfðu lykla að umræddum sal,“ segir Magnús Davíð. Katrín Oddsdóttir lögmaður er meðal þeirra sem eru ómyrk í máli um það sem hún kallar yfirgengilegt fúsk við talningu atkvæða, svo umfangsmikið að traust á niðurstöðum kosninga hljóti að líða fyrir það. Spjót beinast nú að Inga Tryggvasyni yfirmanni kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Magnús Davíð var oddviti Pírata í kjördæminu en flokkurinn náði ekki manni á þing. „Þá hófst endurtalning atkvæða án þess að umboðsmönnum lista Pírata í Norðvesturkjördæmi væri gert viðvart. Formaður kjörstjórnar varð síðan ekki við kröfu umboðsmanna að bíða með endurtalningu þar til umboðsmenn kæmu á staðinn.“ Sanngjörn krafa kjósenda í kjördæminu Framangreind atriði, hvert um sig og eins öll saman, séu að hans mati háalvarleg og til þess falin að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið sé til fyrri eða síðari talningarinnar, starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram hafi farið í kjördæminu. „Ljóst er að breyting varð á fjölda ógildra og auðra seðla á milli fyrri og síðari talningar og sama á við um atkvæðafjölda einstakra framboða. Svona vinnubrögð í lýðræðislegu ferli kosninga og talningar eru algjörlega óásættanleg.“ Talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi fór fram í Borgarnesi.Vísir/vilhelm Eina leiðin til að leysa úr þessu sé að endurtaka kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og tryggja gagnsæi, og að farið sé eftir lögum og reglum. „Það er sanngjörn og réttmæt krafa okkar frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“ „Þetta hefur bara tíðkast“ Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tjáði Vísi í gærkvöldi að kjörgögn hefðu ekki verið innsigluð um leið að talningu lauk. Kjörgögnin hafi verið geymd inni í læstum sal á hótelinu. „Þetta er bara alveg sama skipulag og hefur verið mjög lengi,“ segir hann. Þau hafi ekki verið innsigluð, það hafi aldrei verið gert. „Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta. Menn ganga ekkert alveg frá þessu. Auðvitað væri það hægt, það væri náttúrulega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekkert búnir að sofa í tvo sólarhringa.“ Ingi sagði þetta bara hafa tíðkast og væri venjubundið. „Já, já. Eins og ég segi, þetta hefur bara tíðkast og er bara venjubundið. Það hafa aldrei verið nein vandamál í sambandi við þetta.“ Píratar Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27. september 2021 08:47 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kæran verður lögð fram formlega á næstu dögum. Eftir atvikum verði kæra einnig send til lögreglu, að sögn Magnúsar. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokks í kjördæminu, er með kæru til lögreglu um framkvæmd kosninganna í smíðum. Magnús Davíð og Karl Gauti deila þeirri skoðun að alvarlegir ágallar hafi verið á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Salur læstur en ekki innsiglaður frekar en atkvæðin „Kjörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi í sal hótelsins þegar talningafólk fór heim. Varsla og eftirlit á þeim tíma, sem leið frá lokum talningar og fram að endurtalningu, þegar starfsfólk mætti aftur liggur ekki fyrir með fullnægjandi hætti. Hótelið var opið og þar mátti sjá gesti þegar endurtalning fór fram. Hafi salnum verið læst var hann ekki innsiglaður og þá liggur ekki fyrir hver eða hverjir höfðu lykla að umræddum sal,“ segir Magnús Davíð. Katrín Oddsdóttir lögmaður er meðal þeirra sem eru ómyrk í máli um það sem hún kallar yfirgengilegt fúsk við talningu atkvæða, svo umfangsmikið að traust á niðurstöðum kosninga hljóti að líða fyrir það. Spjót beinast nú að Inga Tryggvasyni yfirmanni kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Magnús Davíð var oddviti Pírata í kjördæminu en flokkurinn náði ekki manni á þing. „Þá hófst endurtalning atkvæða án þess að umboðsmönnum lista Pírata í Norðvesturkjördæmi væri gert viðvart. Formaður kjörstjórnar varð síðan ekki við kröfu umboðsmanna að bíða með endurtalningu þar til umboðsmenn kæmu á staðinn.“ Sanngjörn krafa kjósenda í kjördæminu Framangreind atriði, hvert um sig og eins öll saman, séu að hans mati háalvarleg og til þess falin að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið sé til fyrri eða síðari talningarinnar, starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram hafi farið í kjördæminu. „Ljóst er að breyting varð á fjölda ógildra og auðra seðla á milli fyrri og síðari talningar og sama á við um atkvæðafjölda einstakra framboða. Svona vinnubrögð í lýðræðislegu ferli kosninga og talningar eru algjörlega óásættanleg.“ Talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi fór fram í Borgarnesi.Vísir/vilhelm Eina leiðin til að leysa úr þessu sé að endurtaka kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og tryggja gagnsæi, og að farið sé eftir lögum og reglum. „Það er sanngjörn og réttmæt krafa okkar frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“ „Þetta hefur bara tíðkast“ Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, tjáði Vísi í gærkvöldi að kjörgögn hefðu ekki verið innsigluð um leið að talningu lauk. Kjörgögnin hafi verið geymd inni í læstum sal á hótelinu. „Þetta er bara alveg sama skipulag og hefur verið mjög lengi,“ segir hann. Þau hafi ekki verið innsigluð, það hafi aldrei verið gert. „Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta. Menn ganga ekkert alveg frá þessu. Auðvitað væri það hægt, það væri náttúrulega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekkert búnir að sofa í tvo sólarhringa.“ Ingi sagði þetta bara hafa tíðkast og væri venjubundið. „Já, já. Eins og ég segi, þetta hefur bara tíðkast og er bara venjubundið. Það hafa aldrei verið nein vandamál í sambandi við þetta.“
Píratar Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27. september 2021 08:47 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26
Fjórir flokkar hafa nú farið fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi Fjórir stjórnmálaflokkar hafa nú farið fram á endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi. Umboðsmenn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokksins hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu – kröfu sem Píratar tóku undir í gær. 27. september 2021 08:47
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23