Vildu frelsa talningarfólk: „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2021 07:01 Patta og Bassa leist ekkert á stemninguna í Laugardalshöll í gær. Þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fóru á stúfana í fyrrakvöld, þegar spennan vegna Alþingiskosninganna stóð sem hæst. Þeim þótti miður að talningarfólk í Laugardalshöll væri látið geyma símana sína í kassa og kölluðu eftir því að fólkið yrði frelsað sem fyrst. Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum. Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum.
Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira