Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2021 20:03 Valli ber hreifann upp að andlitinu á bryggjunni í morgun. Lilja Jóhannesdóttir Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar. Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur. Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur.
Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira