Sósíalistar kríta liðugt Hörður Filippusson skrifar 24. september 2021 08:01 Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun