Bætir 300 ferkílómetrum við Vatnajökulsþjóðgarð Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2021 13:35 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra. Myndin er frá krossárgili innan þjóðgarðs. Stjórnaráðið/Anna Þorsteinsdóttir/Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð sem kveður á um þrjú hundruð ferkílómetra stækkun á norðursvæði þjóðgarðsins. Frá þessu segir á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en með viðbótinni verður Vatnajökulsþjóðgarður nú 14.967 ferkílómetrar. „Stækkunin er öll á þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar, en svæðið sem bætist við þjóðgarðinn er 299 km2 af óbyggðum víðernum á Bárðdælaafrétt austari. Svæðið sem bætist við þjóðgarðinn nær frá sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og langleiðina að Skjálfandafljóti. Vestari mörk hins stækkaða svæðis ná að mögulegu framkvæmdasvæði virkjunarkosta sem eru til meðferðar í verndar- og orkunýtingaráætlun. Undirbúningur stækkunar hefur verið í nánu samstarfi við Þingeyjarsveit og í samráði við stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að svæðið sé alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæs en hátt í 10 prósent af íslenska heiðagæsastofninum verpi á svæðinu í grónum dölum, einkum nyrst á svæðinu. Mikil verðmæti, segir ráðherra Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að það séu gríðarlega mikil verðmæti í óbyggðum víðernum á hálendi Íslands. „43% af ósnortnum víðernum Evrópu er að finna á Íslandi og því er ábyrgð okkar mikil að rýra þau ekki frekar. Með þessari stækkun njóta nú stærri hluti víðerna landsins verndar til framtíðar og þökk sé framsýni sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að þá bætast nú um 300 km2 af óbyggðum víðernum við þjóðgarðinn. Á sama tíma eflum við landsbyggðina með fjölgun starfa vegna aukinna verkefna þjóðgarðsins á svæðinu,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. 22. september 2021 12:13 Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21. september 2021 20:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Frá þessu segir á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en með viðbótinni verður Vatnajökulsþjóðgarður nú 14.967 ferkílómetrar. „Stækkunin er öll á þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar, en svæðið sem bætist við þjóðgarðinn er 299 km2 af óbyggðum víðernum á Bárðdælaafrétt austari. Svæðið sem bætist við þjóðgarðinn nær frá sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og langleiðina að Skjálfandafljóti. Vestari mörk hins stækkaða svæðis ná að mögulegu framkvæmdasvæði virkjunarkosta sem eru til meðferðar í verndar- og orkunýtingaráætlun. Undirbúningur stækkunar hefur verið í nánu samstarfi við Þingeyjarsveit og í samráði við stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að svæðið sé alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæs en hátt í 10 prósent af íslenska heiðagæsastofninum verpi á svæðinu í grónum dölum, einkum nyrst á svæðinu. Mikil verðmæti, segir ráðherra Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að það séu gríðarlega mikil verðmæti í óbyggðum víðernum á hálendi Íslands. „43% af ósnortnum víðernum Evrópu er að finna á Íslandi og því er ábyrgð okkar mikil að rýra þau ekki frekar. Með þessari stækkun njóta nú stærri hluti víðerna landsins verndar til framtíðar og þökk sé framsýni sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að þá bætast nú um 300 km2 af óbyggðum víðernum við þjóðgarðinn. Á sama tíma eflum við landsbyggðina með fjölgun starfa vegna aukinna verkefna þjóðgarðsins á svæðinu,“ er haft eftir Guðmundi Inga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. 22. september 2021 12:13 Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21. september 2021 20:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. 22. september 2021 12:13
Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21. september 2021 20:37