Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Guðni Ágústsson skrifar 22. september 2021 15:31 Einhver besti „hittarinn“ í þessari kosningabaráttu er slagorð Framsóknar. Hvar sem ég fer kann fólk það og fer með það við næsta mann. Mér finnst eins og ég heyri rödd Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherrans ástsæla, segja „er ekki bara best að kjósa Framsókn?”. Og slagorðið hittir beint í hjartað. En þessu hógværa slagorði fylgir miklu meiri alvara því ráðherrar flokksins, Sigurður Ingi formaður og þau Lilja Dögg, mennta- og menningarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eru öll vinsæl og afkastamikil hvert á sínu sviði í ríkisstjórninni. Samgöngurnar eru á flugi og ferð og landsmenn hafa aldrei séð jafn mörg brýn verkefni komin í framkvæmd. Sigurður Ingi er maður sátta og sagður límið í ríkisstjórninni. Lilja Dögg hefur bylt mörgu í menntakerfinu sem snýr að unga fólkinu okkar, menntun og menningu. Ásmundur Einar Daðason hefur með hugsjónaeldi gengið til móts við börnin sem hafa átt erfiða æsku. Hann fer í fyrirbyggjandi starf með ráðuneytið sitt og samstarf við þúsund aðila mannslífum til bjargar. Nú fylgir Framsókn mikilvægasta orðið og fallegasta: Traust. Rödd skynseminnar kallar nú til þín kjósandi góður. Við skulum ekki vakna upp á sunnudagsnótt við það að Ásmundur Einar eða Lilja Dögg hafi ekki náð kjöri, hér í Reykjavík. Kjósum Ásmund Einar og Lilju Dögg. Kjósum traust fólk. XB. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknar og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einhver besti „hittarinn“ í þessari kosningabaráttu er slagorð Framsóknar. Hvar sem ég fer kann fólk það og fer með það við næsta mann. Mér finnst eins og ég heyri rödd Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherrans ástsæla, segja „er ekki bara best að kjósa Framsókn?”. Og slagorðið hittir beint í hjartað. En þessu hógværa slagorði fylgir miklu meiri alvara því ráðherrar flokksins, Sigurður Ingi formaður og þau Lilja Dögg, mennta- og menningarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eru öll vinsæl og afkastamikil hvert á sínu sviði í ríkisstjórninni. Samgöngurnar eru á flugi og ferð og landsmenn hafa aldrei séð jafn mörg brýn verkefni komin í framkvæmd. Sigurður Ingi er maður sátta og sagður límið í ríkisstjórninni. Lilja Dögg hefur bylt mörgu í menntakerfinu sem snýr að unga fólkinu okkar, menntun og menningu. Ásmundur Einar Daðason hefur með hugsjónaeldi gengið til móts við börnin sem hafa átt erfiða æsku. Hann fer í fyrirbyggjandi starf með ráðuneytið sitt og samstarf við þúsund aðila mannslífum til bjargar. Nú fylgir Framsókn mikilvægasta orðið og fallegasta: Traust. Rödd skynseminnar kallar nú til þín kjósandi góður. Við skulum ekki vakna upp á sunnudagsnótt við það að Ásmundur Einar eða Lilja Dögg hafi ekki náð kjöri, hér í Reykjavík. Kjósum Ásmund Einar og Lilju Dögg. Kjósum traust fólk. XB. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknar og ráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar