Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2021 12:57 Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Aðsend Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri. Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri.
Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira