Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 10:13 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið afar virk í knattspyrnuhreyfingunni undanfarna áratugi. Fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. KVAN.is Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira