KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2021 22:06 Meðal annars vill KSÍ bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Mikið hefur gengið á í tengslum við karlalandsliðið og KSÍ að undanförnu. KSÍ var gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður sambandsins. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Vísir/Daníel Þór Í tilkynningu frá KSÍ segir að umrædd nefnd eigi að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og stjórnar sambandsins og bregðast við ásökunum um þöggun. Nefndin á einnig að taka sérstaklega til athugunar hvort aðstæður innan KSÍ hamli þátttöku kvenna í starfi þess. „Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu,“ segir í tilkynningunni. Vilja bæta menningu og starfsanda Í tilkynningunni segir einnig að KSÍ ítreki afsökunarbeiðni til þolenda og heiti því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda innan hreyfingarinnar. „KSÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að aðstoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta samskipti og upplýsingaflæði til samfélagsins. Stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi.“ Þá segir að sambandið fordæmi ofbeldi af öllu tagi og verið sé að bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Mikilvægt sé að skapa aðstæður til að gera raunverulegar úrbætur í takti við þá ráðgjöf sem KSÍ hafi fengið og að upplýst sé jafnóðum um þau skref sem stigin eru. Í tilkynningunni eru nokkur atriði nefnd: • Tveir faghópar hafa þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlutverk að skoða ferla, vinnubrögð og heimildir til aðgerða hjá samböndunum. Hægt verður að ráðast í breytingar á grundvelli þeirra niðurstaðna. • KSÍ ætlar að bæta upplýsingagjöf innan hreyfingarinnar og til almennings og fjölmiðla. Fráfarandi stjórn og starfsmenn hafa óskað eftir ráðgjöf frá samskiptafélaginu Aton.JL fram að aukaþingi. • Fundargerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar formanns og síðar stjórnar eru nú aðgengilegar á vefsvæði KSÍ. Töf varð á birtingu fundargerða vegna óvenjulegra kringumstæðna, þar sem formaður hafði látið af störfum og framkvæmdastjóri var í tímabundnu leyfi. • KSÍ mun veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eftir. • Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs Knattspyrnusambandsins rennur út 25. september. • Landsliðshópur A landsliðs karla fyrir októberverkefnin verður tilkynntur 30. september. • KSÍ heldur aukaþing sitt 2. október og hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, snúið til baka úr leyfi til að undirbúa það. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. 14. september 2021 13:08 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Sjá meira
Mikið hefur gengið á í tengslum við karlalandsliðið og KSÍ að undanförnu. KSÍ var gagnrýnt fyrir að hylma yfir með ofbeldisbrotum leikmanna landsliðsins og í kjölfarið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður sambandsins. Stjórnin fór síðan sömu leið og boðaði til aukaþings. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Vísir/Daníel Þór Í tilkynningu frá KSÍ segir að umrædd nefnd eigi að fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og stjórnar sambandsins og bregðast við ásökunum um þöggun. Nefndin á einnig að taka sérstaklega til athugunar hvort aðstæður innan KSÍ hamli þátttöku kvenna í starfi þess. „Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu,“ segir í tilkynningunni. Vilja bæta menningu og starfsanda Í tilkynningunni segir einnig að KSÍ ítreki afsökunarbeiðni til þolenda og heiti því að vinna ótrautt að því að bæta menningu og starfsanda innan hreyfingarinnar. „KSÍ vill laga starfshætti sína að kröfum tímans um viðbrögð við kynferðisofbeldi. Í þessu skyni hefur verið leitað til sérfræðinga og ráðgjafa til að aðstoða hreyfinguna við að vinna að úrbótum til framtíðar og bæta samskipti og upplýsingaflæði til samfélagsins. Stjórn mun leitast eftir að upplýsa um framgang mála fram að aukaþingi.“ Þá segir að sambandið fordæmi ofbeldi af öllu tagi og verið sé að bæta afgreiðslu ofbeldismála og tryggja að þau fari í réttan farveg hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða lögreglu. Mikilvægt sé að skapa aðstæður til að gera raunverulegar úrbætur í takti við þá ráðgjöf sem KSÍ hafi fengið og að upplýst sé jafnóðum um þau skref sem stigin eru. Í tilkynningunni eru nokkur atriði nefnd: • Tveir faghópar hafa þegar tekið til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það hlutverk að skoða ferla, vinnubrögð og heimildir til aðgerða hjá samböndunum. Hægt verður að ráðast í breytingar á grundvelli þeirra niðurstaðna. • KSÍ ætlar að bæta upplýsingagjöf innan hreyfingarinnar og til almennings og fjölmiðla. Fráfarandi stjórn og starfsmenn hafa óskað eftir ráðgjöf frá samskiptafélaginu Aton.JL fram að aukaþingi. • Fundargerðir frá fundum sem leiddu til afsagnar formanns og síðar stjórnar eru nú aðgengilegar á vefsvæði KSÍ. Töf varð á birtingu fundargerða vegna óvenjulegra kringumstæðna, þar sem formaður hafði látið af störfum og framkvæmdastjóri var í tímabundnu leyfi. • KSÍ mun veita nefnd ÍSÍ öll gögn sem óskað er eftir. • Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs Knattspyrnusambandsins rennur út 25. september. • Landsliðshópur A landsliðs karla fyrir októberverkefnin verður tilkynntur 30. september. • KSÍ heldur aukaþing sitt 2. október og hefur Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, snúið til baka úr leyfi til að undirbúa það.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 „Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. 14. september 2021 13:08 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Sjá meira
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45
„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. 14. september 2021 13:08
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti