Íslenskir ráðherrar sækja allsherjarþing SÞ að heiman Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2021 17:58 Guðlaugur Þór ávarpar hér allherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Hann mun endurtaka leikinn í ár, en ræðan verður flutt með fjarfundarbúnaði að þessu sinni. Alþjóðalög, sjálfbær nýting auðlinda, mannréttindi og jafnrétti, auk aðgerða vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga, eru þau málefni sem verða í forgrunni hjá Íslandi á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer nú fram í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þingið að þessu sinni fari bæði fram í fjarfundum sem og beinni þátttöku Íslenskir ráðamenn munu taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum. „Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilkynningunni. Guðlaugur mun flytja ræðu Íslands á allsherjarþinginu næsta mánudag, 27. september. Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður á morgun í tengslum við allsherjarþingið. Á morgun tekur Guðlaugur Þór einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir. Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra svo þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur sama dag þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en í tilkynningunni segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins „sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis“. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði allsherjarþingið í New York í dag og lagði mikla áherslu á samvinnu milli ríkja heimsins sem standa frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21. september 2021 14:52 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þingið að þessu sinni fari bæði fram í fjarfundum sem og beinni þátttöku Íslenskir ráðamenn munu taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum. „Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilkynningunni. Guðlaugur mun flytja ræðu Íslands á allsherjarþinginu næsta mánudag, 27. september. Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Þá mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður á morgun í tengslum við allsherjarþingið. Á morgun tekur Guðlaugur Þór einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir. Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra svo þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur sama dag þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en í tilkynningunni segir að Ísland hafi tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins „sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis“. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði allsherjarþingið í New York í dag og lagði mikla áherslu á samvinnu milli ríkja heimsins sem standa frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21. september 2021 14:52 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. 21. september 2021 14:52
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent