Innlent

Rostungurinn Valli mættur aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Valli lætur vel um sig fara.
Valli lætur vel um sig fara.

Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum.

Írar segjast nokkuð vissir um að rostungurinn sé sá sami og hafi valdið miklum usla við Írland í vor. Hann hefur fengið nafnið Wally eða Valli.

Irish Whale and Dolphin Group segja Valla síðast hafa sést við Crookhaven á Írlandi. Þá hafði hann áður synt með vesturströnd Frakklands og að norðurströnd Spánar.

Við Írland náðust myndir af honum koma sér fyrir um borð í bátum þar og er hann jafnvel sagður hafa sökkt bátum. Í frétt BBC segir að heimamenn hafi gefist upp og útvegað Valla fljótandi sófa, ef svo má kalla, svo hann hætti að sökkva bátum þeirra.

Fylgjast má með rostungnum á vefmyndavélum Hafnar. Ríkisútvarpið segir Valla hafa mætt aftur á bryggjuna um klukkan hálf átta í kvöld.


Tengdar fréttir

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“

Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

Rostungurinn virðist horfinn á braut

Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×