Vill grafa stríðsöxina eftir leiðindi á milli liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 17:01 Bryson DeChambeau hefur unnið eitt risamót á ferlinum; Opna bandaríska í fyrra. Getty/Sam Greenwood Þjálfari Brysons DeChambeau segir að kylfingurinn vilji sættast við Brooks Koepka, liðsfélaga sinn í bandaríska landsliðinu sem mætir úrvalsliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi um helgina. Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira