Þingsætum flokks Pútíns fækkar miðað við fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 21:35 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Þegar tíu prósent atkvæða í rússnesku þingkosningunum hafa verið talin er Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín, með 38 prósent atkvæða. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 54 prósent atkvæða. Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa. Rússland Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa.
Rússland Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira