Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga Snorri Másson skrifar 16. september 2021 20:30 Finni á Prikinu er að taka við Iðnó og töluverðar breytingar eru fram undan. Stöð 2 Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss. Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð. Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð.
Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira