Að venju er varist Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 16. september 2021 16:31 Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun