Vilja láta rannsaka hvort brögð séu í tafli hjá útgerðunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2021 13:00 Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjora og málmtæknimanna. Vísir Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að flytja þær út og því geti vantað um 20 milljarða króna inn í íslenskt hagkerfi. Skýrslu um málið hafi verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu. Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Stéttarfélög sjómanna slitu samningaviðræðum við útgerðarmenn þann 7. september sl. um gerð nýs kjarasamnings. Sjómenn segjast þar hafa farið fram á að greitt yrði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk fær og að kauptrygging sjómanna hækki um sömu krónutölur og laun á almennum vinnumarkaði. Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna skrifa svo grein á Vísi í dag sem er liður í kjarabaráttunni með yfirskriftinni Svik við sjómenn eru svik við þjóðina. Í greininni benda þeir á að í skýrslu sem fjármálaráðherra hafi látið gera 2016 virðist vera að það vanti um 8,3% uppá verðmæti sjávarafurða þegar þær séu skráðar úr landi. Það þýði að verðmæti þeirra hækki meðan verið sé að flytja þær út eða það sem kallað sé hækkun í hafi. En þetta hafi verulega þýðingu því stærstu útgerðirnar eigi allt í senn, bátana, vinnslurnar, íslensku og erlendu sölufyrirtækin. Þá séu dæmi að fyrirtækin eigi hlut í fiskverslunum erlendis. Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, einn greinarhöfunda segir gríðarlega mikilvægt að þetta verði rannsakað. „Við höfum reiknað þetta út að þetta þýði að það vanti um 20 milljarða á ári inn í íslenskt hagkerfi. Ef maður er á hlutaskiptakerfi eins og sjómenn eru þá þarf að vera öruggt að það sé reiknað út frá réttum stofni. Þannig að við teljum að það þurfi að rannsaka þessi mál. Hins vegar virðist skýrslu um þessi mál bara hafa verið stungið ofan í skúffu í fjármálaráðuneytinu,“ segir Guðmundur. Hann segir um gríðarlega hagsmuni að ræða. „Það er öll þjóðin sem tapar á þessu. Ef þetta eru 20 milljarðar á ári, þá vantar örugglega 7-8 milljarðar inn í ríkiskassann.“ segir Guðmundur. Guðmundur segir sjómenn velta fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar séu tilbúnir að laga kerfið. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað breyta neinu í þessu kerfi og jafnvel ekki Framsóknarflokkurinn heldur. En við höfum séð það á síðustu 20 árum hvernig auður útgerðarmanna hefur aukist langt umfram annarra í landinu. Þannig að við viljum láta skoða þetta,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira