Hringrásarhagkerfið og grænir iðngarðar Kristín Linda Árnadóttir og Ríkarður Ríkarðsson skrifa 15. september 2021 13:16 Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Hagnýting orkuauðlinda er grunnurinn að lífsgæðum nútímans. Nauðsynlegar breytingar á komandi árum felast í því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðlaga öll kerfi að nýjum viðmiðum. Þar verða engar greinar undanskildar. Flest fyrirtæki leita nú nýrra leiða til að aðlaga sig að breyttri heimsmynd með því að þróa nýjar og umhverfisvænar lausnir til framleiðslu á vörum eða til veita þjónustu. Iðngreinar heims munu endurskoða framleiðsluhætti sína á næstu árum og áratugum. Í því felast bæði áskoranir en ekki síður tækifæri, enda snýst vegferð okkar að aukinni sjálfbærni ekki bara um boð og bönn heldur einnig um tækifæri til að bæta lífsgæði okkar. Tækifæri til að byggja upp öflug og heilnæm samfélög með gróskumiklu atvinnulífi, góðum störfum og öflugri grænni nýsköpun. Hvernig þjóðir heimsins takast á við þessa áskorun um orkuskipti og aðlögun að sjálfbærni ræður miklu um hvernig samkeppnishæfni þeirra þróast. Erum við tilbúin fyrir græna framleiðslu? Landsvirkjun var stofnuð fyrir 56 árum til að stuðla að hagnýtingu orkuauðlinda landsins. Á þeim tíma höfum við unnið að því að stuðla að fjárfestingu í orkuháðum iðngreinum. Fyrst á sviði stóriðju á meðan innviðir byggðust upp, en á undanförnum árum hefur hópur viðskiptavina orðið fjölbreyttari. Uppbygging og framþróun orkukerfisins og annarra innviða hefur gert Íslandi kleift að hýsa nýjar og fjölbreyttari greinar, svo sem gagnaver, matvælaframleiðslu og líftæknifyrirtæki og fyrirséð er að vetnis- og rafeldsneyti fyrir orkuskipti verði unnið hér í nánustu framtíð. Til að laða hingað framsækin og eftirsóknarverð verkefni á sviði grænna lausna þá þarf að huga að stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni um orkuháð verkefni. Hversu vel erum við í stakk búin til að taka á móti slíkum verkefnum? Slík starfsemi verður ekki byggð upp í umhverfi þar sem skortir innviði og aðra mikilvæga þætti sem styðja við hana. Í nágrannalöndum okkar er hörð samkeppni á milli sveitarfélaga í að hýsa ýmis verkefni. Til að setja þetta í samhengi, þá er ólíklegt að alþjóðlega verslunarkeðjan H&M hefði hafið starfsemi hér á landi ef ekki væru hér innviðir í verslunarhúsnæði og þjónustu. Áratugalöng reynsla Landsvirkjunar hefur sýnt að það getur verið töluvert flóknara og tímafrekara að fá erlend fyrirtæki hingað til lands en til margra þeirra landa sem við miðum okkur við. Grænir iðngarðar Iðnaður sér fram á ýmsar áskoranir á sviði umhverfismála. Ein af þeim lausnum, sem horft er til, eru grænir iðngarðar (e. eco-industrial parks). Þeir byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem skapar tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki til að bæta nýtingu og nýta allt sem til fellur við framleiðslu. Það getur t.d. gerst með samvinnu og samtengingu ólíkra fyrirtækja, með því lágmarka sóun og draga úr óæskilegum áhrifum úrgangs og með því að nýta úrgang einnar framleiðslu sem auðlind í aðra. Forsendur fyrir uppbyggingu græns iðngarðs er skýr langtímasýn í atvinnu- og umhverfismálum, öflugt samstarf ólíkra hagaðila og að sú sýn sé í takt við hugmyndir íbúa svæðisins. Grænir iðngarðar hér á landi gætu byggt á þeim sterka grunni iðnframleiðslu sem fyrir er og verið grundvöllur mikillar verðmætasköpunar og dregið úr sóunn. Þeir gætu bætt mjög getu okkar til að nýta þá orku, innviði og hráefni sem við höfum nú þegar fjárfest í til að skapa ný tækifæri. Þar mætti sem dæmi nefna framleiðslu á innlendu eldsneyti úr útblæstri og bætta nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Ef við stefnum á að aðlaga hagkerfi okkar að kröfum morgundagsins en samtímis skapa spennandi störf og auka lífsgæði þá eru grænir iðngarðar tækifæri sem við ættum að skoða með opnum hug. Þessa leið hafa flest samkeppnislönd okkar farið. Grænir iðngarðar á Íslandi eru ein leið til að grípa tækifærin og taka vel á móti framtíðinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ríkarður er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Kristín Linda Árnadóttir Orkumál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Áskoranir gagnvart þeirri ógn sem stafar af ósjálfbærum lifnaðarháttum mannkyns eru bæði stórar og viðamiklar. Lausnirnar eru hvorki einfaldar né ódýrar, en nauðsynlegar. Hagnýting orkuauðlinda er grunnurinn að lífsgæðum nútímans. Nauðsynlegar breytingar á komandi árum felast í því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðlaga öll kerfi að nýjum viðmiðum. Þar verða engar greinar undanskildar. Flest fyrirtæki leita nú nýrra leiða til að aðlaga sig að breyttri heimsmynd með því að þróa nýjar og umhverfisvænar lausnir til framleiðslu á vörum eða til veita þjónustu. Iðngreinar heims munu endurskoða framleiðsluhætti sína á næstu árum og áratugum. Í því felast bæði áskoranir en ekki síður tækifæri, enda snýst vegferð okkar að aukinni sjálfbærni ekki bara um boð og bönn heldur einnig um tækifæri til að bæta lífsgæði okkar. Tækifæri til að byggja upp öflug og heilnæm samfélög með gróskumiklu atvinnulífi, góðum störfum og öflugri grænni nýsköpun. Hvernig þjóðir heimsins takast á við þessa áskorun um orkuskipti og aðlögun að sjálfbærni ræður miklu um hvernig samkeppnishæfni þeirra þróast. Erum við tilbúin fyrir græna framleiðslu? Landsvirkjun var stofnuð fyrir 56 árum til að stuðla að hagnýtingu orkuauðlinda landsins. Á þeim tíma höfum við unnið að því að stuðla að fjárfestingu í orkuháðum iðngreinum. Fyrst á sviði stóriðju á meðan innviðir byggðust upp, en á undanförnum árum hefur hópur viðskiptavina orðið fjölbreyttari. Uppbygging og framþróun orkukerfisins og annarra innviða hefur gert Íslandi kleift að hýsa nýjar og fjölbreyttari greinar, svo sem gagnaver, matvælaframleiðslu og líftæknifyrirtæki og fyrirséð er að vetnis- og rafeldsneyti fyrir orkuskipti verði unnið hér í nánustu framtíð. Til að laða hingað framsækin og eftirsóknarverð verkefni á sviði grænna lausna þá þarf að huga að stöðu okkar í alþjóðlegri samkeppni um orkuháð verkefni. Hversu vel erum við í stakk búin til að taka á móti slíkum verkefnum? Slík starfsemi verður ekki byggð upp í umhverfi þar sem skortir innviði og aðra mikilvæga þætti sem styðja við hana. Í nágrannalöndum okkar er hörð samkeppni á milli sveitarfélaga í að hýsa ýmis verkefni. Til að setja þetta í samhengi, þá er ólíklegt að alþjóðlega verslunarkeðjan H&M hefði hafið starfsemi hér á landi ef ekki væru hér innviðir í verslunarhúsnæði og þjónustu. Áratugalöng reynsla Landsvirkjunar hefur sýnt að það getur verið töluvert flóknara og tímafrekara að fá erlend fyrirtæki hingað til lands en til margra þeirra landa sem við miðum okkur við. Grænir iðngarðar Iðnaður sér fram á ýmsar áskoranir á sviði umhverfismála. Ein af þeim lausnum, sem horft er til, eru grænir iðngarðar (e. eco-industrial parks). Þeir byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins sem skapar tækifæri fyrir framleiðslufyrirtæki til að bæta nýtingu og nýta allt sem til fellur við framleiðslu. Það getur t.d. gerst með samvinnu og samtengingu ólíkra fyrirtækja, með því lágmarka sóun og draga úr óæskilegum áhrifum úrgangs og með því að nýta úrgang einnar framleiðslu sem auðlind í aðra. Forsendur fyrir uppbyggingu græns iðngarðs er skýr langtímasýn í atvinnu- og umhverfismálum, öflugt samstarf ólíkra hagaðila og að sú sýn sé í takt við hugmyndir íbúa svæðisins. Grænir iðngarðar hér á landi gætu byggt á þeim sterka grunni iðnframleiðslu sem fyrir er og verið grundvöllur mikillar verðmætasköpunar og dregið úr sóunn. Þeir gætu bætt mjög getu okkar til að nýta þá orku, innviði og hráefni sem við höfum nú þegar fjárfest í til að skapa ný tækifæri. Þar mætti sem dæmi nefna framleiðslu á innlendu eldsneyti úr útblæstri og bætta nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Ef við stefnum á að aðlaga hagkerfi okkar að kröfum morgundagsins en samtímis skapa spennandi störf og auka lífsgæði þá eru grænir iðngarðar tækifæri sem við ættum að skoða með opnum hug. Þessa leið hafa flest samkeppnislönd okkar farið. Grænir iðngarðar á Íslandi eru ein leið til að grípa tækifærin og taka vel á móti framtíðinni. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ríkarður er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun