Nei! Þú þarft ekki barnabætur Lúðvík Júlíusson skrifar 15. september 2021 12:31 Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar