Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2021 17:26 Það var heitt við Pallborðið en í stúdíó voru mætt þau Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Hanna Katrín; fulltrúar Flokks fólksins, Vinstri grænna og Viðreisnar. Umræðum stýrði Heimir Már Pétursson af mikilli festu. vísir/vilhelm Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. Létt var yfir þeim Ingu Sæland, Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson þegar þau mættu í útsendingarstúdíó Vísis, í Kosningapallborðið. Umfjöllun um hin fyrri má finna hér neðar. Og þó ágætlega færi á með þeim þingmönnum var ljóst að undir kraumaði mikil spenna enda ekki nema rétt rúm vika í að gengið verður til kosninga. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af festu og byrjaði á því að kynna niðurstöður glænýrrar könnunar sem sýnir að ríkisstjórnin er kolfallin. Könnunin sýnir að Flokkur fólksins er að mælast með 3,6 prósent sem þýðir að flokkurinn fengi einn þingmann kjörinn, í Suðurkjördæmi sem myndi þýða það að formaðurinn sjálfur, Inga, nær ekki inn á þing. Gæti reynst snúið að klambra saman næstu stjórn Spurð sagði Inga að það hafi nú verið grín í sér sjálfri að hún hafi grátið sig inn á þing fyrir síðustu kosningar. Hún sagðist ekki vita hverjar forsendurnar væru að baki könnuninni en var þá bent á að þar væru þrjú þúsund svör. „Ég geng bjartsýn og brosandi til kosninga og bíð niðurstöðunnar,“ sagði Inga sem lét dræma niðurstöðu könnunarinnar ekki slá sig út af laginu. Öllu vön. Þátttakendur gerðir klárir af tækniliði fréttastofunnar.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi sagði ljóst að teknu tilliti til könnunarinnar að ekkert augljóst stjórnarsamstarf þriggja flokka væri í spilunum og það veki athygli. „Þetta er undir væntingum hjá okkur ef þetta yrði niðurstaðan. Við stefnum á að fá talsvert meira en þetta og halda styrk inni á þingi. Ef Katrín Jakobsdóttir á að geta orðið forsætisráðherra áfram sem er það sem við viljum.“ Guðmundur Ingi sagði að Vinstri græn væru til í að vinna með þeim sem ýttu undir þeirra stefnumál, til þess yrði horft fyrst og fremst. Sum málefni væru svipuð en himinn og haf væri á öðrum sviðum. Hanna Katrín var spurð hvernig stjórnarmynstur á borð við það sem er í Reykjavík hugnaðist henni en slíkt mynstur hefði sama þingmannafjölda og sitjandi ríkisstjórn. „Ég veit að þetta er leiðinlegt svar fyrir þá sem vilja hasar. En málefnin ráða för,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði að veruleikinn væri nú sá að mikill fjöldi flokka sæki inni á miðjuna, sem sé ánægjulegt og benti á að hvert prósentustig skipti máli og geti ráðið því hvaða málefni verði ofan á. Hún sagðist ekki sýta það þó annað stjórnarmynstur en Reykjavíkurmódelið yrði reynt. Allt eins. „Að gefnum góðum málefnasamningi.“ Þáttastjórnandi sagði að nú væri staða sú að Píratar og Samfylking útilokuðu stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Það er trendið og áhyggjuefni fyrir þann ágæta flokk,“ sagði Hanna Katrín. Hin geigvænlega kjaragliðnun Heimir vitnað því næst til könnunar sem Ólafur H. Harðarson stjórnmálaprófessor og hans fólk er að keyra þar sem spurt er hvaða málefni fólk vilji að verði efst á baugi næsta þings. Og þar eru heilbrigðismál, umhverfis og loftslagsmálin, efnahagsmál eða kjaramál efst á lista. Önnur mál eru varla nefnd; til að mynda hafi kjósendur lítinn sem engan áhuga á sóttvarnarmálum. Inga, sem barist hefur fyrir hina fátæku, var spurð út í þetta. Inga sagði að augljóslega væri mikil fátækt á Íslandi og þjónustustig hafi verið að færast frá landsbyggð á höfuðborgarsvæðið. Þannig væri verið að mismuna landsbyggðinni með að fá heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. „Kemur mér á óvart að fátæktin og efnahagsmálin skuli ekki skora hærra.“ Ingu þótti hún ekki fá orðið nógu oft, hún gæti sannarlega talað um hvað sem er ef því er að skipta.vísir/vilhelm Inga sagði að erfitt væri fyrir hina fátæku að nýta sér það sem okkar ágæta samfélag hefur upp á að bjóða. Það sé jaðarsett. „Það eru engin fátæk börn, það eru bara fátækir foreldrar. Við verðum að hætta að setja fólk í múraða fátæktargildru.“ Inga sagði að hún og Flokkur fólksins létu verkin tala. Sjálf hafi hún mælt fyrir flestum málum allra þingmanna, þrjátíu talsins og Flokkur fólksins 40. Allar tillögur gangi út á að bæta kjör og aðbúnað og lífsgæði þeirra sem höllustum fæti standa. „Ríkisstjórn Katrínar hefur klikkað og hent þessu öllu í ruslið. Kjaragliðnun er orðin geigvænleg.“ En allar tillögur Ingu voru kolfelldar af ríkisstjórn Katrínar. Óheyrilega flókið kerfi Þáttastjórnandi spurði Guðmund Inga umhverfisráðherra hvort það gæti verið að Vg væri að fórna of miklu í stjórnarsamstarfinu? Guðmundur Ingi vildi halda því til haga að það hafi margt gott verið gert varðandi þá hina fátæku, til að mynda hefði krónu á móti krónu skerðingu verið aflögð. Og dregið hafi verið úr innbyrðis skerðingum þannig að þeir sem minnst hafa voru að hækka um 8 þúsund krónur á mánuði. „En við verðum að gera betur, takast á við kjaragliðnum sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og takast á við kerfið í heild sinni,“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórnin þyrfti að vinna að fleiri úrræðum á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra vildi halda því til haga að ríkisstjórn Katrínar hafi vissulega látið fé renna til þeirra málaflokka sem helst brenna á fólki, svo sem til heilbrigðiskerfisins.vísir/vilhelm Þáttastjórnandi benti á að hvorki hafi gengið né rekið í samingum við félag eldri borgara og öryrkjabandalagið. Þar megi greina ótta, svo sem hjá öryrkjum sem óttast að það eigi að skylda þá í starfsgetumat og henda þeim út á vinnumarkaðinn. „Óttinn er aldrei góður,“ sagði Guðmundur Ingi. Og benti á hálendisfrumvarp sitt sem hafi strandað á ótta. Og á þeim ótta þurfi að vinna bug. „Við viljum bæta kjör öryrkja og þeirra sem minnst hafa milli handanna. Samtöl mín við Öryrkjabandalagið hafa leitt mér það fyrir sjónir er að það þarf að draga úr skerðingum og vinna á þessari kjaragliðnun.“ En ráðherra sagði að kerfið væri svakalega flókið og það væri verkefni næsta kjörtímabils, að halda áfram að draga úr skerðingum þeirra sem minnst hafa milli handanna og svo vinna á kjaragliðnuninni. Krónan sem korktappi úti á rúmsjó Þáttastjórnandi beindi þá spurningu til Hönnu Katrínar, hverjar hugmyndir Viðreisnar væri í þeim efnum. Að það verði lítið úr lífeyrinum, viðbótarlífeyrissparnaði, skyldulífeyrissparnaði sem fólk væri gert að greiða en ríkið tæki það meira og minna allt til sín. „Ríkið er duglegt,“ sagði Hanna Katrín. En hún sagði að hin hliðin á þeim peningi væri að samneysluna þurfi að fjármagna. „Við verðum að nálgast þessi mál þannig að það verði meira úr þessum sparnaði yfir heila ævi, að fólki sé gert kleift að ávaxta fé sitt betur. Þetta er mikilvægasti málaflokkurinn, efnahagsmálin og við teljum að ekki beri að slíta þann málaflokk frá loftslagsmálum.“ Hanna Katrín sagði lífsnauðsyn að hér þróist öflug nýsköpun og græna hvata. Svo það megi verða þurfi stöðugleika í efnahagslífinu. Hanna Katrín. Hún sagði það sérkennilega tuggu að krónan hafi bjargað okkur úr kreppunni en því sleppt að tala um hvað kom okkur í þá lægð.vísir/vilhelm „Ef við viljum halda þessu kerfi. Og þá komum við inná þennan gjaldmiðil sem er krónan. Við þurfum stöðugleika og við gerum það ekki með krónu sem sveiflast eins og korktappi úti á rúmsjó.“ Hanna Katrín sagði að ef Vg geti setið í ríkisstjórn sem fái falleinkunn í umhverfismálum hljóti þau að geta sest niður og rætt krónuna. „Og koma með okkur í Viðreisn í það að binda krónuna Evru.“ Guðmundur Ingi sagði það rétt, Vinstri græn hafni því að ganga í Evrópubandalagið. En vilji eiga í góðu samstarfi við erlend ríki. „Við höfum ekki séð að það sé best að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir eru á því að það þurfi að ganga í Evrópubandalagið til að taka upp Evru.“ Söngur Ingu skilar sér Guðmundur Ingi benti á að þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum og sú niðurstaða sýni ekki neina augljósa stjórn þurfi að setjast niður og ræða alla hluti. „Friðarmál, loftslagsmál, heilbrigðismál. Og samspil efnahagsmála og umhverfismála. Ég er sammála Hönnu Katrínu, við verðum að nota skattkerfið til að skattleggja losun en verðum að passa okkur á því að það komi ekki illa niður á þeim sem verst standa.“ Þáttastjórnandi benti á að nýsköpunarfyrirtæki treystu sér ekki til að koma á fót rekstri á Íslandi einfaldlega vegna krónunnar og óstöðguleika hennar. „Auðvitað eru sveiflur í gengi krónunnar en eftir hrun voru ýmsir sammála um ágæti þess að hafa krónuna.“ Ráðherrann benti á Írland þar sem ráðist hafi verið í einkavæðingu á innviðum, í sparnaðarskyni svo mæta mætti viðmiðum sem Evrópusambandið setti. „Þannig hugsar Evrópubandalagið um sína minnstu bræður og systur.“ Inga Sæland og Guðmundur Ingi. Inga gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa kolfellt öll sín mál á þinginu sem snéru að því að bæta hag þeirra sem minnst mega sín.vísir/vilhelm Spurningu varðandi efnahagsaðgerðir, hina íslensku leið sem er að mæta áföllum með því að fella gengið og þannig kaupmáttinn svaraði Inga Sæland á þá leið að sér hafi þótt það aðlaðandi hugmynd að tengja krónuna við annan gjaldmiðil, gæti verið Kanada-dollar eða einhver viðurkenndur gjaldmiðill. Hún sagði að það skapaði oft mikinn ójöfnuð þegar gengið sé fellt. Matarkarfan hækki meðan viðkomandi fengi ekki krónu í launabætur. „Ég hef mælt fyrir því að afnema skerðingar vegna tekna eldra fólks,“ sagði Inga og vildi meina að nú vildu allir þá Lilju kveðið hafa. „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni, okkar hái rómur inni á þinginu hefur skilað sér og jafnvel til þeirra harðsvíruðuðstu sem vilja snúa blinda auganu að kjörum þeirra sem minnst mega sín. Það eru slæm stjórnvöld sem ekki leyfa þeim að hjálpa sér sjálfir sem það geta,“ sagði Inga. Byrokratar og exelskjöl bjarga ekki öryrkjunum frá hungri Inga sagði það úrslitaatriði ef hún ætti að setjast í stjórn að lögbundnar yrðu 350 þúsund króna lágmarkstekjur. „Enginn er bærari en öryrkinn sjálfur að meta sína starfsgetu. Þýðir ekkert fyrir einhvern byrokrata og exelskjal að segja til um það.“ Inga hélt áfram og sagði að öryrkjar væru að fá 262 þúsund krónur útborgað og það fólk eigi enga möguleika, eigi vart fyrir salti í grautinn hvað þá að kaupa sér eign. Guðmundur Ingi benti á að það væri ekki óeðlilegt að um einhverjar skerðingar væri að ræða. Ef menn væru komnir með það há laun hlyti það að koma niður á bótum. Grundvallarhugsunin væri sú að grípa þá sem hefðu minnst. Guðmundur Ingi. Hann vildi taka til ýmislegt sem gert hefur verið af hálfu ríkisstjórnarinnar til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín.vísir/vilhelm Ráðherra vildi meina að ríkisstjórninn hafi gert ýmislegt svo sem að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, komið á hlutdeildarlánum sem auðveldar þeim tekjulægstu og yngstu að kaupa sér eignir, komugjöld á heilsugæslu hafa verið lækkuð, bætt hafi verið barnabótakerfið fyrir þá sem minnst hafa milli handanna. „Húsnæðismálin eru eitt stærsta málið,“ sagði Guðmundur Ingi og talaði fyrir því að settur yrði meiri kraftur í félagslegt húsnæðiskerfi. Það myndar oft meiri stöðugleika á fasteignamarkaði ef ríkið komi inní og gæta þurfi að hafa það dreift í öllum hverfum. „Og passa uppá að ekki myndist gettó sem við viljum ekki hafa.“ Þáttastjórnandi sagði að komið hafi fram að til að svo megi verða þyrfti að reysa í það minnsta 20 til 30 þúsund íbúðir fyrir hina efnaminni, það þyrfti miklu meira átak. Ráðherra sagði rétt að það þyrfti stærri skref en stóra myndin væri sú að það hafa verið tekin stór skref í þá átt á þessu kjörtímabili. Tuggan með að krónan hafi bjargað okkur úr kreppunni Hanna Katrín taldi niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera til húsnæðiskaupa fyrir alla væri nokkuð sem ekki væri hægt að fallast á án fyrirvara, sú væri ekki lausnin. Tölur sýndu að þarna væri viðkvæm lína og hætt við að slíkt ýtti undir kostnað. „Við treystum markaðnum þarna að miklu leyti en ef markaðsbrestur verður þarf að stíga inní.“ Hanna Katrín taldi að fyrst Vinstri græn gætu setið í þessari ríkisstjórn sem nú er, með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, hlytu þau að geta sest niður og rætt um hugsanlega tengingu krónunnar við gjaldmiðil sem væri ekki eins og korktappi á opnu hafi.vísir/vilhelm Hún sagðist ekkert hafa á móti því að stigið yrði inní en það þyrfti að gerast samhliða öðrum aðgerðum og skoðast í heild sinni. „En ég verð að fá að bregðast við þessari margendurteknu tuggu um að krónan hafi bjargað okkur úr hruninu. Sem mér finnst mjög skemmtilegt. En menn gleyma því mjög hentuglega hvaða hlutverk hún lék í að koma okkur í þá stöðu sem við á endanum lentum í.“ Hanna Katrín sagði að þetta stýritæki að geta fellt gengi til að vernda atvinnu. „Þetta er svo aumt. Það er verið að ýta ábyrgð stjórnvöld eru að ýta eigin ábyrgð yfir á heimilin sem taka á sig skellinn í formi fátæktar í stað þess að stjórnvöld tryggi stöðguleika.“ Hlutverk stjórnmálamanna sé að sjá til þess að hér sé nýsköpun og blómstrandi atvinna. Inga Sæland sagði að Flokkur fólksins vildi endurbyggja verkamannabústaðakerfið og jafnvel í formi félaglegs kaupleigukerfis. Breiðholtið hafi byggst upp á ótrúlega skömmum tíma þegar þörf var á. „Grundvallarskylda hverra stjórnvalda að sjá til þess að þegnar hafi fæði klæði og húsnæði. Og aðgang að almennilegri heilbrigðiskerfi.“ Inga sagði að þess í stað væri ríkið búið að láta frá sér Kjeldnalandið, fyrir andvirði þess hefði mátt skipuleggja glæsilega íbúabyggð. Ekki hefur hér tekist að hraðskrifta allt sem fór þeim frambjóðendum á milli en þáttinn í heild sinni má finna hér neðar: Á mánudag og þriðjudag verða síðustu pallborðin fyrir kosningar. Þar mæta þingmenn á útleið, sérfræðingar og aðrir spekingar til leiks og rýna í stöðuna rétt fyrir kosningar. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Flokkur fólksins Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. 31. ágúst 2021 16:50 Eitraðar pillur milli frambjóðenda Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. 7. september 2021 17:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Létt var yfir þeim Ingu Sæland, Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson þegar þau mættu í útsendingarstúdíó Vísis, í Kosningapallborðið. Umfjöllun um hin fyrri má finna hér neðar. Og þó ágætlega færi á með þeim þingmönnum var ljóst að undir kraumaði mikil spenna enda ekki nema rétt rúm vika í að gengið verður til kosninga. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af festu og byrjaði á því að kynna niðurstöður glænýrrar könnunar sem sýnir að ríkisstjórnin er kolfallin. Könnunin sýnir að Flokkur fólksins er að mælast með 3,6 prósent sem þýðir að flokkurinn fengi einn þingmann kjörinn, í Suðurkjördæmi sem myndi þýða það að formaðurinn sjálfur, Inga, nær ekki inn á þing. Gæti reynst snúið að klambra saman næstu stjórn Spurð sagði Inga að það hafi nú verið grín í sér sjálfri að hún hafi grátið sig inn á þing fyrir síðustu kosningar. Hún sagðist ekki vita hverjar forsendurnar væru að baki könnuninni en var þá bent á að þar væru þrjú þúsund svör. „Ég geng bjartsýn og brosandi til kosninga og bíð niðurstöðunnar,“ sagði Inga sem lét dræma niðurstöðu könnunarinnar ekki slá sig út af laginu. Öllu vön. Þátttakendur gerðir klárir af tækniliði fréttastofunnar.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi sagði ljóst að teknu tilliti til könnunarinnar að ekkert augljóst stjórnarsamstarf þriggja flokka væri í spilunum og það veki athygli. „Þetta er undir væntingum hjá okkur ef þetta yrði niðurstaðan. Við stefnum á að fá talsvert meira en þetta og halda styrk inni á þingi. Ef Katrín Jakobsdóttir á að geta orðið forsætisráðherra áfram sem er það sem við viljum.“ Guðmundur Ingi sagði að Vinstri græn væru til í að vinna með þeim sem ýttu undir þeirra stefnumál, til þess yrði horft fyrst og fremst. Sum málefni væru svipuð en himinn og haf væri á öðrum sviðum. Hanna Katrín var spurð hvernig stjórnarmynstur á borð við það sem er í Reykjavík hugnaðist henni en slíkt mynstur hefði sama þingmannafjölda og sitjandi ríkisstjórn. „Ég veit að þetta er leiðinlegt svar fyrir þá sem vilja hasar. En málefnin ráða för,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði að veruleikinn væri nú sá að mikill fjöldi flokka sæki inni á miðjuna, sem sé ánægjulegt og benti á að hvert prósentustig skipti máli og geti ráðið því hvaða málefni verði ofan á. Hún sagðist ekki sýta það þó annað stjórnarmynstur en Reykjavíkurmódelið yrði reynt. Allt eins. „Að gefnum góðum málefnasamningi.“ Þáttastjórnandi sagði að nú væri staða sú að Píratar og Samfylking útilokuðu stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. „Það er trendið og áhyggjuefni fyrir þann ágæta flokk,“ sagði Hanna Katrín. Hin geigvænlega kjaragliðnun Heimir vitnað því næst til könnunar sem Ólafur H. Harðarson stjórnmálaprófessor og hans fólk er að keyra þar sem spurt er hvaða málefni fólk vilji að verði efst á baugi næsta þings. Og þar eru heilbrigðismál, umhverfis og loftslagsmálin, efnahagsmál eða kjaramál efst á lista. Önnur mál eru varla nefnd; til að mynda hafi kjósendur lítinn sem engan áhuga á sóttvarnarmálum. Inga, sem barist hefur fyrir hina fátæku, var spurð út í þetta. Inga sagði að augljóslega væri mikil fátækt á Íslandi og þjónustustig hafi verið að færast frá landsbyggð á höfuðborgarsvæðið. Þannig væri verið að mismuna landsbyggðinni með að fá heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. „Kemur mér á óvart að fátæktin og efnahagsmálin skuli ekki skora hærra.“ Ingu þótti hún ekki fá orðið nógu oft, hún gæti sannarlega talað um hvað sem er ef því er að skipta.vísir/vilhelm Inga sagði að erfitt væri fyrir hina fátæku að nýta sér það sem okkar ágæta samfélag hefur upp á að bjóða. Það sé jaðarsett. „Það eru engin fátæk börn, það eru bara fátækir foreldrar. Við verðum að hætta að setja fólk í múraða fátæktargildru.“ Inga sagði að hún og Flokkur fólksins létu verkin tala. Sjálf hafi hún mælt fyrir flestum málum allra þingmanna, þrjátíu talsins og Flokkur fólksins 40. Allar tillögur gangi út á að bæta kjör og aðbúnað og lífsgæði þeirra sem höllustum fæti standa. „Ríkisstjórn Katrínar hefur klikkað og hent þessu öllu í ruslið. Kjaragliðnun er orðin geigvænleg.“ En allar tillögur Ingu voru kolfelldar af ríkisstjórn Katrínar. Óheyrilega flókið kerfi Þáttastjórnandi spurði Guðmund Inga umhverfisráðherra hvort það gæti verið að Vg væri að fórna of miklu í stjórnarsamstarfinu? Guðmundur Ingi vildi halda því til haga að það hafi margt gott verið gert varðandi þá hina fátæku, til að mynda hefði krónu á móti krónu skerðingu verið aflögð. Og dregið hafi verið úr innbyrðis skerðingum þannig að þeir sem minnst hafa voru að hækka um 8 þúsund krónur á mánuði. „En við verðum að gera betur, takast á við kjaragliðnum sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og takast á við kerfið í heild sinni,“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórnin þyrfti að vinna að fleiri úrræðum á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra vildi halda því til haga að ríkisstjórn Katrínar hafi vissulega látið fé renna til þeirra málaflokka sem helst brenna á fólki, svo sem til heilbrigðiskerfisins.vísir/vilhelm Þáttastjórnandi benti á að hvorki hafi gengið né rekið í samingum við félag eldri borgara og öryrkjabandalagið. Þar megi greina ótta, svo sem hjá öryrkjum sem óttast að það eigi að skylda þá í starfsgetumat og henda þeim út á vinnumarkaðinn. „Óttinn er aldrei góður,“ sagði Guðmundur Ingi. Og benti á hálendisfrumvarp sitt sem hafi strandað á ótta. Og á þeim ótta þurfi að vinna bug. „Við viljum bæta kjör öryrkja og þeirra sem minnst hafa milli handanna. Samtöl mín við Öryrkjabandalagið hafa leitt mér það fyrir sjónir er að það þarf að draga úr skerðingum og vinna á þessari kjaragliðnun.“ En ráðherra sagði að kerfið væri svakalega flókið og það væri verkefni næsta kjörtímabils, að halda áfram að draga úr skerðingum þeirra sem minnst hafa milli handanna og svo vinna á kjaragliðnuninni. Krónan sem korktappi úti á rúmsjó Þáttastjórnandi beindi þá spurningu til Hönnu Katrínar, hverjar hugmyndir Viðreisnar væri í þeim efnum. Að það verði lítið úr lífeyrinum, viðbótarlífeyrissparnaði, skyldulífeyrissparnaði sem fólk væri gert að greiða en ríkið tæki það meira og minna allt til sín. „Ríkið er duglegt,“ sagði Hanna Katrín. En hún sagði að hin hliðin á þeim peningi væri að samneysluna þurfi að fjármagna. „Við verðum að nálgast þessi mál þannig að það verði meira úr þessum sparnaði yfir heila ævi, að fólki sé gert kleift að ávaxta fé sitt betur. Þetta er mikilvægasti málaflokkurinn, efnahagsmálin og við teljum að ekki beri að slíta þann málaflokk frá loftslagsmálum.“ Hanna Katrín sagði lífsnauðsyn að hér þróist öflug nýsköpun og græna hvata. Svo það megi verða þurfi stöðugleika í efnahagslífinu. Hanna Katrín. Hún sagði það sérkennilega tuggu að krónan hafi bjargað okkur úr kreppunni en því sleppt að tala um hvað kom okkur í þá lægð.vísir/vilhelm „Ef við viljum halda þessu kerfi. Og þá komum við inná þennan gjaldmiðil sem er krónan. Við þurfum stöðugleika og við gerum það ekki með krónu sem sveiflast eins og korktappi úti á rúmsjó.“ Hanna Katrín sagði að ef Vg geti setið í ríkisstjórn sem fái falleinkunn í umhverfismálum hljóti þau að geta sest niður og rætt krónuna. „Og koma með okkur í Viðreisn í það að binda krónuna Evru.“ Guðmundur Ingi sagði það rétt, Vinstri græn hafni því að ganga í Evrópubandalagið. En vilji eiga í góðu samstarfi við erlend ríki. „Við höfum ekki séð að það sé best að taka upp annan gjaldmiðil. Flestir eru á því að það þurfi að ganga í Evrópubandalagið til að taka upp Evru.“ Söngur Ingu skilar sér Guðmundur Ingi benti á að þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum og sú niðurstaða sýni ekki neina augljósa stjórn þurfi að setjast niður og ræða alla hluti. „Friðarmál, loftslagsmál, heilbrigðismál. Og samspil efnahagsmála og umhverfismála. Ég er sammála Hönnu Katrínu, við verðum að nota skattkerfið til að skattleggja losun en verðum að passa okkur á því að það komi ekki illa niður á þeim sem verst standa.“ Þáttastjórnandi benti á að nýsköpunarfyrirtæki treystu sér ekki til að koma á fót rekstri á Íslandi einfaldlega vegna krónunnar og óstöðguleika hennar. „Auðvitað eru sveiflur í gengi krónunnar en eftir hrun voru ýmsir sammála um ágæti þess að hafa krónuna.“ Ráðherrann benti á Írland þar sem ráðist hafi verið í einkavæðingu á innviðum, í sparnaðarskyni svo mæta mætti viðmiðum sem Evrópusambandið setti. „Þannig hugsar Evrópubandalagið um sína minnstu bræður og systur.“ Inga Sæland og Guðmundur Ingi. Inga gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa kolfellt öll sín mál á þinginu sem snéru að því að bæta hag þeirra sem minnst mega sín.vísir/vilhelm Spurningu varðandi efnahagsaðgerðir, hina íslensku leið sem er að mæta áföllum með því að fella gengið og þannig kaupmáttinn svaraði Inga Sæland á þá leið að sér hafi þótt það aðlaðandi hugmynd að tengja krónuna við annan gjaldmiðil, gæti verið Kanada-dollar eða einhver viðurkenndur gjaldmiðill. Hún sagði að það skapaði oft mikinn ójöfnuð þegar gengið sé fellt. Matarkarfan hækki meðan viðkomandi fengi ekki krónu í launabætur. „Ég hef mælt fyrir því að afnema skerðingar vegna tekna eldra fólks,“ sagði Inga og vildi meina að nú vildu allir þá Lilju kveðið hafa. „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni, okkar hái rómur inni á þinginu hefur skilað sér og jafnvel til þeirra harðsvíruðuðstu sem vilja snúa blinda auganu að kjörum þeirra sem minnst mega sín. Það eru slæm stjórnvöld sem ekki leyfa þeim að hjálpa sér sjálfir sem það geta,“ sagði Inga. Byrokratar og exelskjöl bjarga ekki öryrkjunum frá hungri Inga sagði það úrslitaatriði ef hún ætti að setjast í stjórn að lögbundnar yrðu 350 þúsund króna lágmarkstekjur. „Enginn er bærari en öryrkinn sjálfur að meta sína starfsgetu. Þýðir ekkert fyrir einhvern byrokrata og exelskjal að segja til um það.“ Inga hélt áfram og sagði að öryrkjar væru að fá 262 þúsund krónur útborgað og það fólk eigi enga möguleika, eigi vart fyrir salti í grautinn hvað þá að kaupa sér eign. Guðmundur Ingi benti á að það væri ekki óeðlilegt að um einhverjar skerðingar væri að ræða. Ef menn væru komnir með það há laun hlyti það að koma niður á bótum. Grundvallarhugsunin væri sú að grípa þá sem hefðu minnst. Guðmundur Ingi. Hann vildi taka til ýmislegt sem gert hefur verið af hálfu ríkisstjórnarinnar til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín.vísir/vilhelm Ráðherra vildi meina að ríkisstjórninn hafi gert ýmislegt svo sem að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga, komið á hlutdeildarlánum sem auðveldar þeim tekjulægstu og yngstu að kaupa sér eignir, komugjöld á heilsugæslu hafa verið lækkuð, bætt hafi verið barnabótakerfið fyrir þá sem minnst hafa milli handanna. „Húsnæðismálin eru eitt stærsta málið,“ sagði Guðmundur Ingi og talaði fyrir því að settur yrði meiri kraftur í félagslegt húsnæðiskerfi. Það myndar oft meiri stöðugleika á fasteignamarkaði ef ríkið komi inní og gæta þurfi að hafa það dreift í öllum hverfum. „Og passa uppá að ekki myndist gettó sem við viljum ekki hafa.“ Þáttastjórnandi sagði að komið hafi fram að til að svo megi verða þyrfti að reysa í það minnsta 20 til 30 þúsund íbúðir fyrir hina efnaminni, það þyrfti miklu meira átak. Ráðherra sagði rétt að það þyrfti stærri skref en stóra myndin væri sú að það hafa verið tekin stór skref í þá átt á þessu kjörtímabili. Tuggan með að krónan hafi bjargað okkur úr kreppunni Hanna Katrín taldi niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera til húsnæðiskaupa fyrir alla væri nokkuð sem ekki væri hægt að fallast á án fyrirvara, sú væri ekki lausnin. Tölur sýndu að þarna væri viðkvæm lína og hætt við að slíkt ýtti undir kostnað. „Við treystum markaðnum þarna að miklu leyti en ef markaðsbrestur verður þarf að stíga inní.“ Hanna Katrín taldi að fyrst Vinstri græn gætu setið í þessari ríkisstjórn sem nú er, með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, hlytu þau að geta sest niður og rætt um hugsanlega tengingu krónunnar við gjaldmiðil sem væri ekki eins og korktappi á opnu hafi.vísir/vilhelm Hún sagðist ekkert hafa á móti því að stigið yrði inní en það þyrfti að gerast samhliða öðrum aðgerðum og skoðast í heild sinni. „En ég verð að fá að bregðast við þessari margendurteknu tuggu um að krónan hafi bjargað okkur úr hruninu. Sem mér finnst mjög skemmtilegt. En menn gleyma því mjög hentuglega hvaða hlutverk hún lék í að koma okkur í þá stöðu sem við á endanum lentum í.“ Hanna Katrín sagði að þetta stýritæki að geta fellt gengi til að vernda atvinnu. „Þetta er svo aumt. Það er verið að ýta ábyrgð stjórnvöld eru að ýta eigin ábyrgð yfir á heimilin sem taka á sig skellinn í formi fátæktar í stað þess að stjórnvöld tryggi stöðguleika.“ Hlutverk stjórnmálamanna sé að sjá til þess að hér sé nýsköpun og blómstrandi atvinna. Inga Sæland sagði að Flokkur fólksins vildi endurbyggja verkamannabústaðakerfið og jafnvel í formi félaglegs kaupleigukerfis. Breiðholtið hafi byggst upp á ótrúlega skömmum tíma þegar þörf var á. „Grundvallarskylda hverra stjórnvalda að sjá til þess að þegnar hafi fæði klæði og húsnæði. Og aðgang að almennilegri heilbrigðiskerfi.“ Inga sagði að þess í stað væri ríkið búið að láta frá sér Kjeldnalandið, fyrir andvirði þess hefði mátt skipuleggja glæsilega íbúabyggð. Ekki hefur hér tekist að hraðskrifta allt sem fór þeim frambjóðendum á milli en þáttinn í heild sinni má finna hér neðar: Á mánudag og þriðjudag verða síðustu pallborðin fyrir kosningar. Þar mæta þingmenn á útleið, sérfræðingar og aðrir spekingar til leiks og rýna í stöðuna rétt fyrir kosningar.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Flokkur fólksins Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. 31. ágúst 2021 16:50 Eitraðar pillur milli frambjóðenda Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. 7. september 2021 17:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Kristrún gaf lítið fyrir Bubbatal Bjarna og Gunnars Smára Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson og Kristrún Frostadóttir tókust hressilega á við Pallborðið. 31. ágúst 2021 16:50
Eitraðar pillur milli frambjóðenda Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. 7. september 2021 17:27