Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2021 18:45 Leikmenn Young Boys fagna sigurmarki kvöldsins. Matthias Hangst/Getty Images Manchester United tapaði 2-1 fyrir svissneska liðinu Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. Cristiano Ronaldo heldur drauma endurkomuni áfram fyrir Manchester United, en hann kom liðinu yfir strax á 13. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá landa sínum, Bruno Fernandes. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka að líta rauða spjaldið eftir klaufalega tæklingu á Christopher Martins. Gestirnir voru því orðnir manni færri eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Staðan var 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en heimamenn sóttu stíft í þeim seinni. Á 66. mínútu átti Silvan Hefti fyrirgjöf utan af hægri kanti sem fann Nicolas Ngamaleu og hann kláraði vel framhjá David De Gea og jafnaði metin fyrir heimamenn. Young Boys héldu pressunni áfram og það var augljóst að liðið ætlaði sér að sækja til sigurs. Það stefndi þó allt í jafntefli, þangað til á 95. mínútu þegar að varamaðurinn Jesse Lingard gef glórulausa sendingu til baka, beint í hlaupaleið Theoson Jordan Siebatcheu sem var sloppinn einn í gegn og tryggði Young Boys sigurinn með seinustu spyrnu leiksins. Meistaradeild Evrópu
Manchester United tapaði 2-1 fyrir svissneska liðinu Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. Cristiano Ronaldo heldur drauma endurkomuni áfram fyrir Manchester United, en hann kom liðinu yfir strax á 13. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá landa sínum, Bruno Fernandes. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka að líta rauða spjaldið eftir klaufalega tæklingu á Christopher Martins. Gestirnir voru því orðnir manni færri eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Staðan var 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en heimamenn sóttu stíft í þeim seinni. Á 66. mínútu átti Silvan Hefti fyrirgjöf utan af hægri kanti sem fann Nicolas Ngamaleu og hann kláraði vel framhjá David De Gea og jafnaði metin fyrir heimamenn. Young Boys héldu pressunni áfram og það var augljóst að liðið ætlaði sér að sækja til sigurs. Það stefndi þó allt í jafntefli, þangað til á 95. mínútu þegar að varamaðurinn Jesse Lingard gef glórulausa sendingu til baka, beint í hlaupaleið Theoson Jordan Siebatcheu sem var sloppinn einn í gegn og tryggði Young Boys sigurinn með seinustu spyrnu leiksins.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti