Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2021 16:21 Shpetim huldi andlit sitt með grímu, derhúfu og sólgleraugum fyrir þinghaldið í morgun. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. Shpetim sagði Angjelin hafa greint sér frá erjum á milli sín og Armando og félaga Armando að nafni Goran. Goran var á meðal þeirra sem handteknir voru í málinu en ekki ákærðir. Angjelin hafi sagt Shpetim að sér hefði verið hótað lífláti af þeim. Angjelin hafi beðið Shpetim um ráð, hvað væri best að gera í þessari stöðu. „Angjelin, ertu með sannanir? Annað hvort sættistu við þá eða ferð niður á lögreglustöð og kærir þá. Mín ráð eru að sættast við þá, ekki vera með neitt vesen,“ sagði Shpetim þegar hann var spurður hver hans ráð væru. Kvöldið sem Armando var myrtur bað Angjelin Shpetim að koma með sér í bílferð. Að sögn Shpetims hafi þeir ekið í átt að Rauðagerði, þar sem Shpetim var undir stýri, en Shpetim sagðist ekki hafa vitað í hvaða tilgangi. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að förinni hefði verið heitið til Armando. Hann hafi stöðvað bílinn og Angjelin farið út. Shpetim heldur því fram að hann hafi ekki tekið eftir 43 sentímetra langri skammbyssunni sem Angjelin tók með sér og komið svo aftur með í bílinn. Hann hafi heldur ekki haft vitneskju um að Angjelin hefði skotið Armando þegar Angjelin sneri aftur í bílinn. Angjelin hafi einfaldlega sagt honum að aka af stað. Við skýrslutöku í morgun sagðist Angjelin hafa sagt við Shpetim að Armando yrði ekki lengur til vandræða, þegar þeir óku í burtu frá Rauðagerði. „Ég var ekkert að hlusta á það sem hann var að segja. Ég vissi ekki hvað hann var að tala um,“ svaraði Shpetim þegar hann var spurður út í þessi orð Angjelin þegar þeir voru á leið frá Rauðagerði. Hann hafi ekki komist að því fyrr en degi síðar að búið væri að myrða Armando. Shpetim hafi hringt í Angjelin og spurt: Veistu hvað gerðist? Svarið frá Angjelin hafi verið: Já, ég er búinn að drepa hann. Bar Shpetim við áfengisneyslu þegar gengið var á hann hvernig stæði á því að hann hefði ekki tekið eftir neinu þetta kvöld. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Shpetim sagði Angjelin hafa greint sér frá erjum á milli sín og Armando og félaga Armando að nafni Goran. Goran var á meðal þeirra sem handteknir voru í málinu en ekki ákærðir. Angjelin hafi sagt Shpetim að sér hefði verið hótað lífláti af þeim. Angjelin hafi beðið Shpetim um ráð, hvað væri best að gera í þessari stöðu. „Angjelin, ertu með sannanir? Annað hvort sættistu við þá eða ferð niður á lögreglustöð og kærir þá. Mín ráð eru að sættast við þá, ekki vera með neitt vesen,“ sagði Shpetim þegar hann var spurður hver hans ráð væru. Kvöldið sem Armando var myrtur bað Angjelin Shpetim að koma með sér í bílferð. Að sögn Shpetims hafi þeir ekið í átt að Rauðagerði, þar sem Shpetim var undir stýri, en Shpetim sagðist ekki hafa vitað í hvaða tilgangi. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að förinni hefði verið heitið til Armando. Hann hafi stöðvað bílinn og Angjelin farið út. Shpetim heldur því fram að hann hafi ekki tekið eftir 43 sentímetra langri skammbyssunni sem Angjelin tók með sér og komið svo aftur með í bílinn. Hann hafi heldur ekki haft vitneskju um að Angjelin hefði skotið Armando þegar Angjelin sneri aftur í bílinn. Angjelin hafi einfaldlega sagt honum að aka af stað. Við skýrslutöku í morgun sagðist Angjelin hafa sagt við Shpetim að Armando yrði ekki lengur til vandræða, þegar þeir óku í burtu frá Rauðagerði. „Ég var ekkert að hlusta á það sem hann var að segja. Ég vissi ekki hvað hann var að tala um,“ svaraði Shpetim þegar hann var spurður út í þessi orð Angjelin þegar þeir voru á leið frá Rauðagerði. Hann hafi ekki komist að því fyrr en degi síðar að búið væri að myrða Armando. Shpetim hafi hringt í Angjelin og spurt: Veistu hvað gerðist? Svarið frá Angjelin hafi verið: Já, ég er búinn að drepa hann. Bar Shpetim við áfengisneyslu þegar gengið var á hann hvernig stæði á því að hann hefði ekki tekið eftir neinu þetta kvöld.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34