Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 09:01 Lewis Hamilton hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en á þessari mynd má sjá hversu litlu munaði þegar hann lenti undir bíl Max Verstappen. EPA-EFE/LARS BARON Formúlukappinn Lewis Hamilton segist vera heppinn að vera enn meðal okkar eftir árekstur bíla hans og aðalkeppinautarins Max Verstappen í formúlu eitt kappakstrinum á Monza brautinni um helgina. Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn en hafa verið að lenda ítrekað í árekstrum sín á milli að undanförnu og svo fór einnig í ítalska kappakstrinum um helgina. Verstappen keyrði þá aftan á bíl Hamilton og báðir voru úr leik. Verstappen heldur því áfram fimm stiga forystu í baráttunni um sigurinn í formúlu eitt í ár. Hamilton þakkaði varnarbauginum í kringum höfuð ökumannsins fyrir það að ekki fór mun verr í árekstrinum. It's days like today, I am reminded of how lucky I am. It takes a millisecond to go from racing to a very scary situation. Today someone must have been looking down, watching over me! #TeamLH: I'm so thankful for each and everyone of you, you are truly the best. Still we rise! pic.twitter.com/H2sGtXPKrr— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) September 12, 2021 Sjöfaldi heimsmeistarinn var í miklu áfalli eftir keppnina enda gerði hann sér vel grein fyrir því hversu litlu munaði. „Ég var mjög heppinn í dag. Ég þakka guði fyrir verndarbauginn sem bjargaði mér, bjargaði hálsinum mínum,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina en breska ríkisútvarpið segir frá og allir helstu fjölmiðlar í Bretlandi slógu þessu sláandi viðtali líka upp á forsíðum sínum í morgun. „Ég er svo þakklátur fyrir það að vera enn á lífi. Það var mikil blessun fyrir mig að það var einhver sem vakti yfir mér,“ sagði Hamilton. Incredible vision from Lewis Hamilton s Monza crash show the Brit s closest brush with death on a F1 track and the vital equipment that saved his life. https://t.co/dxdbFqVBGY— Herald Sun (@theheraldsun) September 13, 2021 „Ég hef aldrei lent í því áður að fá bíl í höfuðið áður og þetta var mikið sjokk fyrir mig,“ sagði Hamilton. „Við erum vissulega að taka áhættu en það er fyrst þegar þú lendir í einhverju svona sem þú fyllilega áttar þig á því hversu hættan er mikil og hversu brothætt við erum,“ sagði Hamilton. „Þegar við skoðum myndir af árekstrinum þá er höfuð mitt frekar framarlega í ökumannsklefanum,“ sagði Hamilton. Hamilton var ekki hrifinn af þessum varnarbaugi í fyrstu en var búinn að breyta um skoðun þegar hann varð skylda fyrir þremur árum síðan. Hann gæti ekki verið sáttari við hann í dag.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira