Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 14:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eyddu bæði milljónum króna í kosningabaráttu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Vísir/Samsett Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. Vísir greindi frá því í morgun að Guðlaugur Þór hafi eytt rúmum ellefu milljónum króna í kosningabaráttunni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Hann kepptist við Áslaugu Örnu um fyrsta sætið, en hún eyddi tæpum níu milljónum króna í baráttuna. Guðlaugur endaði í fyrsta sæti og Áslaug Arna í því öðru, en prófkjörið var sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og skipa þau því bæði fyrsta sæti á lista: Áslaug Arna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jós úr eigin vösum í kosningabaráttum Guðlaugur bauð sig einnig fram í fyrsta sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningar 2016. Áslaug sóttist þá eftir þriðja sæti og hafnaði í öðru sæti lista flokksins í Reykjavík norður. Hvorugt þeirra eyddi nærri því jafn miklum peningum í kosningabaráttuna 2016. Bæði eyddu þau tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttunni 2016. Guðlaugur eyddi því rúmum átta milljónum króna meira í ár og Áslaug tæpum sex milljónum króna meira. Áslaug eyddi tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttu sinni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2016. Töluvert minna fé en í ár.skjáskot Í bæði skiptin þurfti Guðlaugur að eyða eigin fé í kosningabaráttuna, tæpri milljón árið 2016 og tæpum 4,5 milljónum króna í ár. Áslaug gerði það hins vegar ekki, í hvorugri baráttunni, og rak kosningabaráttuna eingöngu á fjárframlögum velvildaraðila í bæði skiptin. Guðlaugur eyddi sömuleiðis töluvert minni peningum í kosningabaráttuna árið 2016 en í ár.skjáskot Dýrt að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta ekki nýtt af nálinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Prófkjör hafi löngum verið dýrt batterí. „Á stundum hafa frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið að verja miklum fjármunum og það nær að minnsta kosti aftur, svo ég man, fram á níunda áratuginn. Það hefur oft verið dýrt að taka þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í Reykjavík.“ 25 milljónir króna í styrkveitingar árið 2007 Oft hafi frambjóðendur eytt miklum fjármunum í kosningabaráttur, sérstaklega á árunum fyrir Hrun. Eitt dæmi um það er kosningabaráttan sem Guðlaugur Þór háði fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins árið 2006, fyrir Alþingiskosningar 2007, þegar hann fékk tæpar 25 milljónir króna í styrk til að heyja baráttu um fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Guðlaugur Þór fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki fyrir kosningabaráttu sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2006.Skjáskot Þá hefur reglum um frjáls framlög verið breytt, nú má hver lögaðili (fyrirtæki) gefa 400 þúsund krónur mest til frambjóðenda en árið 2007 var ekkert þak þar á. Þeir lögaðilar sem mest gáfu Guðlaugi árið 2007 gáfu honum 2 milljónir til að heyja baráttuna en enginn þeirra kom fram undir nafni og hafði óskað nafnleyndar. Guðlaugur greindi síðar frá því, eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir styrkina, að Baugur, FL Group og Fons höfðu styrkt hann um tvær milljónir hvert. „Eftir Hrun dró úr hvað einstakir frambjóðendur voru að eyða miklu í prófkjör vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem fylgdi Hruninu um útgjöld og talað um að einstakir frambjóðendur væru að kaupa sér sæti á listum. En þessar tölur stefna hratt í sömu átt og var fyrir Hrun. Að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Baldur. Eyðslan í prófkjörum aldrei eins mikil og fyrir Hrun Guðlaugur var ekki einn um að vera gagnrýndur fyrir þær fjárhæðir sem hann eyddi í prófkjörið. Einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar voru þar á meðal. „Á árunum fyrir hrun voru sumir frambjóðendur Samfylkingarinnar að verja miklum fjármunum. Það skipti milljónum sem þeir voru að eyða í prófkjör á árunum fyrir Hrun. Mig grunar að á stundum hafi menn þurft að eyða nokkru til hjá Framsóknarflokknum,“ segir Baldur. Þessi eyðsla hafi þó verið mest fyrir Hrun. „Það var mest á árunum fyrir hrun, svo dró verulega úr eyðslu í kjölfar þess hjá flokkunum vegna þeirrar miklu andstöðu sem var við það en það virðist aftur vera að aukast.“ Kostnaðurinn fráhrindandi fyrir marga Prófkjör geti þó verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir frambjóðendur. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekki nýtt af nálinni að prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi reynst frambjóðendum dýr. Vísir/Hanna „En þetta er mjög dýrt og kostnaðarsamt. Frambjóðendur, þeir sem eru að keppa um efstu sætin þegar mikil barátta er á milli frambjóðenda, þá eru menn að reka kosningaskrifstofur, menn eru að hringja út í alla flokksmenn, menn eru að birta auglýsingar á samfélagsmiðlunum og flest öllum fjölmiðlum landsins. Menn eru jafnvel að bjóðast til að keyra kjósendur á kjörstað og annað og allt kostar þetta mikið fé, þannig að menn eru komnir í fulla kosningabaráttu.“ Baldur segir það ekki vafamál að þessi gríðarlegi kostnaður sem fylgi prófkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum, hafi löngum verið fráhrindandi fyrir marga. „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um að það er þannig. Og bara miðað við hvernig þetta var árin fyrir hrun, hvað menn þurftu að heyja gríðarlega miklar og dýrar kosningabaráttur til að fá góð sæti á listum, það var örugglega mjög fráhrindandi fyrir marga. Það var fráhrindandi fyrir marga.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. 8. september 2021 13:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðlaugur Þór hafi eytt rúmum ellefu milljónum króna í kosningabaráttunni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Hann kepptist við Áslaugu Örnu um fyrsta sætið, en hún eyddi tæpum níu milljónum króna í baráttuna. Guðlaugur endaði í fyrsta sæti og Áslaug Arna í því öðru, en prófkjörið var sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og skipa þau því bæði fyrsta sæti á lista: Áslaug Arna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jós úr eigin vösum í kosningabaráttum Guðlaugur bauð sig einnig fram í fyrsta sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningar 2016. Áslaug sóttist þá eftir þriðja sæti og hafnaði í öðru sæti lista flokksins í Reykjavík norður. Hvorugt þeirra eyddi nærri því jafn miklum peningum í kosningabaráttuna 2016. Bæði eyddu þau tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttunni 2016. Guðlaugur eyddi því rúmum átta milljónum króna meira í ár og Áslaug tæpum sex milljónum króna meira. Áslaug eyddi tæpum þremur milljónum króna í kosningabaráttu sinni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2016. Töluvert minna fé en í ár.skjáskot Í bæði skiptin þurfti Guðlaugur að eyða eigin fé í kosningabaráttuna, tæpri milljón árið 2016 og tæpum 4,5 milljónum króna í ár. Áslaug gerði það hins vegar ekki, í hvorugri baráttunni, og rak kosningabaráttuna eingöngu á fjárframlögum velvildaraðila í bæði skiptin. Guðlaugur eyddi sömuleiðis töluvert minni peningum í kosningabaráttuna árið 2016 en í ár.skjáskot Dýrt að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta ekki nýtt af nálinni hjá Sjálfstæðisflokknum. Prófkjör hafi löngum verið dýrt batterí. „Á stundum hafa frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið að verja miklum fjármunum og það nær að minnsta kosti aftur, svo ég man, fram á níunda áratuginn. Það hefur oft verið dýrt að taka þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega í Reykjavík.“ 25 milljónir króna í styrkveitingar árið 2007 Oft hafi frambjóðendur eytt miklum fjármunum í kosningabaráttur, sérstaklega á árunum fyrir Hrun. Eitt dæmi um það er kosningabaráttan sem Guðlaugur Þór háði fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins árið 2006, fyrir Alþingiskosningar 2007, þegar hann fékk tæpar 25 milljónir króna í styrk til að heyja baráttu um fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Guðlaugur Þór fékk tæpar 25 milljónir króna í styrki fyrir kosningabaráttu sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2006.Skjáskot Þá hefur reglum um frjáls framlög verið breytt, nú má hver lögaðili (fyrirtæki) gefa 400 þúsund krónur mest til frambjóðenda en árið 2007 var ekkert þak þar á. Þeir lögaðilar sem mest gáfu Guðlaugi árið 2007 gáfu honum 2 milljónir til að heyja baráttuna en enginn þeirra kom fram undir nafni og hafði óskað nafnleyndar. Guðlaugur greindi síðar frá því, eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir styrkina, að Baugur, FL Group og Fons höfðu styrkt hann um tvær milljónir hvert. „Eftir Hrun dró úr hvað einstakir frambjóðendur voru að eyða miklu í prófkjör vegna þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem fylgdi Hruninu um útgjöld og talað um að einstakir frambjóðendur væru að kaupa sér sæti á listum. En þessar tölur stefna hratt í sömu átt og var fyrir Hrun. Að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Baldur. Eyðslan í prófkjörum aldrei eins mikil og fyrir Hrun Guðlaugur var ekki einn um að vera gagnrýndur fyrir þær fjárhæðir sem hann eyddi í prófkjörið. Einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar voru þar á meðal. „Á árunum fyrir hrun voru sumir frambjóðendur Samfylkingarinnar að verja miklum fjármunum. Það skipti milljónum sem þeir voru að eyða í prófkjör á árunum fyrir Hrun. Mig grunar að á stundum hafi menn þurft að eyða nokkru til hjá Framsóknarflokknum,“ segir Baldur. Þessi eyðsla hafi þó verið mest fyrir Hrun. „Það var mest á árunum fyrir hrun, svo dró verulega úr eyðslu í kjölfar þess hjá flokkunum vegna þeirrar miklu andstöðu sem var við það en það virðist aftur vera að aukast.“ Kostnaðurinn fráhrindandi fyrir marga Prófkjör geti þó verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir frambjóðendur. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekki nýtt af nálinni að prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi reynst frambjóðendum dýr. Vísir/Hanna „En þetta er mjög dýrt og kostnaðarsamt. Frambjóðendur, þeir sem eru að keppa um efstu sætin þegar mikil barátta er á milli frambjóðenda, þá eru menn að reka kosningaskrifstofur, menn eru að hringja út í alla flokksmenn, menn eru að birta auglýsingar á samfélagsmiðlunum og flest öllum fjölmiðlum landsins. Menn eru jafnvel að bjóðast til að keyra kjósendur á kjörstað og annað og allt kostar þetta mikið fé, þannig að menn eru komnir í fulla kosningabaráttu.“ Baldur segir það ekki vafamál að þessi gríðarlegi kostnaður sem fylgi prófkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum, hafi löngum verið fráhrindandi fyrir marga. „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um að það er þannig. Og bara miðað við hvernig þetta var árin fyrir hrun, hvað menn þurftu að heyja gríðarlega miklar og dýrar kosningabaráttur til að fá góð sæti á listum, það var örugglega mjög fráhrindandi fyrir marga. Það var fráhrindandi fyrir marga.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. 8. september 2021 13:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10. september 2021 10:26
Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. 8. september 2021 13:06