FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Þorgils Jónsson skrifar 10. september 2021 13:47 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafa tekist á varðandi iðgjöld ökutækjatrygginga. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. Runólfur skrifaði grein á Vísi fyrir skemmstu þar sem hann tíundaði fréttir um hagnað tryggingafélaganna og setti í samhengi við að frá árinu 2015 hafi vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hafi hækkað um 17%. Á sama tíma hafi umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23% samkvæmt tölum Samgöngustofu. Þá bætti hann við að sífellt bættist í söfnunarsjóði tryggingafélaganna vegna „oftekinna iðgjalda“. „Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst.“ Runólfur sagði enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna en þess í stað hækki þau iðgjöld „í samræmdum takti“ Kostnaður umfram iðgjöld á ökutækjatryggingum Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði Runólfi í gær og sagði hann kom fram með með einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Þá sé ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi. Vísitalan mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“. Hækkun launa upp á 69% og aukinn viðgerðarkostnaður bifreiða upp á 45% á umræddu tímabili hafi einnig áhrif Katrín segir að ef aðeins sé horft til lögbundinna ökutækjatrygginga sé ekki hagnaður af þeirri starfsemi, heldur hafi kostnaður vegna þeirra numið 107-110% af iðgjöldum árin 2017-2020. „Sá mikli hagnaður tryggingafélaga á fyrri hluta ársins sem vísað er til í grein framkvæmdastjóra FÍB er að mestu til kominn vegna ávöxtunar fjárfestingareigna, þar hefur mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði haft mest áhrif. Tryggingafélög geta ekki einungis treyst á slíkan hagnað heldur þarf einnig að hlúa að grunnrekstri til framtíðar.“ Varðandi lægri iðgjöld á Norðurlöndum segir Katrín að það sé ekki sambærilegt, þar sem t.d. í Danmörku séu útgreiðslu slysabóta settar þrengri skorður. Hér á landi séu 75% af greiddum bótum greiddar vegna 15% varanlegrar örorku eða lægra hlutfalls, á meðan dönsk félög þurfi ekki að greiða bætur fyrr en örorka sé metin yfir 15%. Hún kallar loks eftir „góðu samtali“ við FÍB og aðra talsmenn neytenda ásamt stjórnvöldum um raunhæfar leiðir að ódýrari tryggingum sem sé allra hagur. Ekkert minnst á „fílinn í herberginu“ Runólfur svarar hins vegar í morgun og segir skýringar Katrínar „halda litlu vatni“ og hún minnist ekki á „fílinn í herberginu“ sem sé umræddur bótasjóður. Þá gæti ónákvæmni í tölum sem hún setur fram, þar sem laun og viðgerðarkostnaður hafi ekki hækkað eins mikið og hún haldi fram. Hann gefur þá lítið fyrir það að iðgjöld ökutrygginga nái ekki upp í kostnað. „Tryggingafélögin búa til eigin tölur um tjónakostnað og hræra í þeim eftir því hvort þurfi frekar að sýna góðan hagnað eða hlaða í bótasjóðina“. Þá blæs hann á tal um að tryggingafélög geti ekki reitt sig á ávöxtun fjárfestingareigna. Þar sé um að ræða ávöxtun sem byggi á „spikfeitum bótasjóði“ sem hafi hækkað úr 27 milljörðum í 50 milljarða á sex árum. „Tapið á tryggingarekstrinum hefur sem sagt ekki verið meira en svo að félögunum hefur tekist að nurla saman 50 milljarða króna afgangi sem þau ávaxta skattfrjálst með því að kalla þessu stærstu eign sína tjónaskuld en ekki bótasjóð.“ Félögin hefðu átt að vera búin að skila þessum fjármunum aftur til tryggingataka í formi lækkaðra iðgjalda. Runólfur segist að lokum tilbúinn til að ræða frekar hag neytenda og samkeppnismál og eins muni FÍB ekki standa í vegi fyrir viðræðum tryggingarfélaga við löggjafann um endurbætur á skaðabótalögum. Tryggingar Bílar Neytendur Tengdar fréttir Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. 2. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Runólfur skrifaði grein á Vísi fyrir skemmstu þar sem hann tíundaði fréttir um hagnað tryggingafélaganna og setti í samhengi við að frá árinu 2015 hafi vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hafi hækkað um 17%. Á sama tíma hafi umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23% samkvæmt tölum Samgöngustofu. Þá bætti hann við að sífellt bættist í söfnunarsjóði tryggingafélaganna vegna „oftekinna iðgjalda“. „Um síðustu áramót lágu félögin á 50 milljarða króna bótasjóði sem þau hafa safnað með ofurverðlagningu á iðgjöld ábyrgðartrygginga ökutækja. Þennan sjóð ávaxta þau skattfrjálst.“ Runólfur sagði enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna en þess í stað hækki þau iðgjöld „í samræmdum takti“ Kostnaður umfram iðgjöld á ökutækjatryggingum Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði Runólfi í gær og sagði hann kom fram með með einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Þá sé ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi. Vísitalan mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“. Hækkun launa upp á 69% og aukinn viðgerðarkostnaður bifreiða upp á 45% á umræddu tímabili hafi einnig áhrif Katrín segir að ef aðeins sé horft til lögbundinna ökutækjatrygginga sé ekki hagnaður af þeirri starfsemi, heldur hafi kostnaður vegna þeirra numið 107-110% af iðgjöldum árin 2017-2020. „Sá mikli hagnaður tryggingafélaga á fyrri hluta ársins sem vísað er til í grein framkvæmdastjóra FÍB er að mestu til kominn vegna ávöxtunar fjárfestingareigna, þar hefur mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði haft mest áhrif. Tryggingafélög geta ekki einungis treyst á slíkan hagnað heldur þarf einnig að hlúa að grunnrekstri til framtíðar.“ Varðandi lægri iðgjöld á Norðurlöndum segir Katrín að það sé ekki sambærilegt, þar sem t.d. í Danmörku séu útgreiðslu slysabóta settar þrengri skorður. Hér á landi séu 75% af greiddum bótum greiddar vegna 15% varanlegrar örorku eða lægra hlutfalls, á meðan dönsk félög þurfi ekki að greiða bætur fyrr en örorka sé metin yfir 15%. Hún kallar loks eftir „góðu samtali“ við FÍB og aðra talsmenn neytenda ásamt stjórnvöldum um raunhæfar leiðir að ódýrari tryggingum sem sé allra hagur. Ekkert minnst á „fílinn í herberginu“ Runólfur svarar hins vegar í morgun og segir skýringar Katrínar „halda litlu vatni“ og hún minnist ekki á „fílinn í herberginu“ sem sé umræddur bótasjóður. Þá gæti ónákvæmni í tölum sem hún setur fram, þar sem laun og viðgerðarkostnaður hafi ekki hækkað eins mikið og hún haldi fram. Hann gefur þá lítið fyrir það að iðgjöld ökutrygginga nái ekki upp í kostnað. „Tryggingafélögin búa til eigin tölur um tjónakostnað og hræra í þeim eftir því hvort þurfi frekar að sýna góðan hagnað eða hlaða í bótasjóðina“. Þá blæs hann á tal um að tryggingafélög geti ekki reitt sig á ávöxtun fjárfestingareigna. Þar sé um að ræða ávöxtun sem byggi á „spikfeitum bótasjóði“ sem hafi hækkað úr 27 milljörðum í 50 milljarða á sex árum. „Tapið á tryggingarekstrinum hefur sem sagt ekki verið meira en svo að félögunum hefur tekist að nurla saman 50 milljarða króna afgangi sem þau ávaxta skattfrjálst með því að kalla þessu stærstu eign sína tjónaskuld en ekki bótasjóð.“ Félögin hefðu átt að vera búin að skila þessum fjármunum aftur til tryggingataka í formi lækkaðra iðgjalda. Runólfur segist að lokum tilbúinn til að ræða frekar hag neytenda og samkeppnismál og eins muni FÍB ekki standa í vegi fyrir viðræðum tryggingarfélaga við löggjafann um endurbætur á skaðabótalögum.
Tryggingar Bílar Neytendur Tengdar fréttir Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. 2. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. 2. september 2021 08:00
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00