Húsleit í þýskum ráðuneytum vegna rannsóknar á spillingardeild Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 15:17 Húsleitin kemur á versta tíma fyrir Olaf Scholz, fjármálaráðherra, sem á möguleika á á verða næsti kanslari Þýskalands. Vísir/EPA Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu. Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira