Innlent

Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn og Á­byrg fram­tíð tókust á í Pall­borðinu

Tinni Sveinsson skrifar
Jóhannes Loftsson og Magnús Guðbergsson mættu fyrir hönd sinna flokka í Pallborðið í dag.
Jóhannes Loftsson og Magnús Guðbergsson mættu fyrir hönd sinna flokka í Pallborðið í dag. Vísir

Fulltrúar tveggja þeirra flokka sem stefna á framboð til Alþingis mættu í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi.

Jóhannes Loftsson formaður Ábyrgrar framtíðar og Magnús Guðbergsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi voru gestir Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns. Til stóð að hafa fulltrúa Landsflokksins í þættinum en ekki verður af framboði flokksins vegna skorts á undirskriftum.

Flokkarnir mælast ekki í könnunum en hafa til morguns til að skila inn framboðslistum. Spennan er því mikil og sögðu þeir Jóhannes og Magnús frá því sem þeir hafa til málanna að leggja.

Klippa: Pallborðið: Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn og Á­byrg fram­tíð

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×