Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2021 11:52 Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að stjórnmálamenn hljóti og verði að átta sig á því að án blaðamennsku sé tómt mál að tala um upplýsta afstöðu og þá er lýðræðið komið út í móa. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“ Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01
Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24