Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 10:04 Elizabeth Holmes klæddi sig á tímabili í anda Steve Jobs, átrúnaðargoðs síns. Hún stofnaði Theranos þegar hún var 19 ára gömul og varð fljótt einn umtalaðist frumkvöðullinn í Sílikondal. AP/Jeff Chiu Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. Holmes er sökuð um stórfelld svik og blekkingar sem hafi kostað fjárfesta Theranos hundruð milljóna dollara og valdið saklausu fólki sem fékk rangar niðurstöður úr blóðprufum ómældum þjáningum. Um árabil lofaði hún upp í ermina á sér að Theranos hefði þróað tækni sem gerði því kleift að gera hundruð blóðrannsókna með einu tæki og úr aðeins einum eða örfáum blóðdropum. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri og fyrrverandi kærasti hennar, voru ákærð fyrir svik. Holmes neitar allri sök en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hún fundin sek. Réttað er yfir þeim Holmes og Balwani hvoru í sínu lagi. Laug um tæknina, leyfi og stöðu fyrirtækisins Við upphaf réttarhaldanna fullyrti Robert Leach, saksóknari, að Holmes og Balwani hafi snúið sér að svikum eftir að stór lyfjafyrirtæki höfnuðu samstarfi við Theranos og fé þess var uppurið árið 2009. Þau hafi logið um blóðrannsóknirnar og dregið upp falska mynd af stöðu fyrirtækisins til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja fyrirtækinu til milljónir dollara á milli 2010 og 2015. Á meðal lyganna var að lyfjarisinn Pfizer hefði vottað blóðprufutæknina, Bandaríkjaher notaði tæki fyrirtækisins á vígvellinum og að Theranos þyrfti ekki leyfi frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna fyrir tækninni. Þá sannfærði Holmes apótekakeðjuna Walgreens um að koma upp blóðrannsóknastöðvum frá Theranos í verslunum sínum þrátt fyrir að henni væri ljóst að tæknin virkaði ekki sem skyldi og að rannsóknirnar féllu ítrekað á gæðaprófi. „Þetta mál snýst um svik, um lygar og svindl til að komast yfir fé,“ sagði Leach í opnunarræðu sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Barnalegt vanmat Verjendur Holmes lýstu henni aftur á mót sem einfaldri viðskiptakonu sem hefði farið með fyrirtæki á hausinn. Hún hafi aldrei ætlað að blekkja neinn en hún hafi af barnaskap vanmetið þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir. „Það er ekki glæpur að mistakast. Að reyna þitt besta og vanta herslumuninn er ekki glæpur,“ sagði Lance Wade, einn verjenda Holmes, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í greinargerðum sem verjendur hafa skilað inn í málinu lögðu þeir grunninn að því að halda því fram að sumar þeirra hæpnu fullyrðinga um ágæti Theranos-tækninnar hafi Holmes sett fram undir áhrifum frá Balwani. Hann hafi beitt Holmes andlegu og kynferðislegu ofbeldi um árabil. Því hefur Balwani neitað. Búist er við að réttarhöldin yfir Holmes gætu staðið yfir í nokkra mánuði. Á annað hundrað mögulegra vitna eru á lista saksóknara og verjenda. AP segir að lykilvitni saksóknara gæti verið fyrrverandi fjármálastjóri Theranos sem segir að tekjur fyrirtækisins hafi aðeins verið um 650.000 dollarar, jafnvirði um 83 milljóna íslenskra króna. Þrátt fyrir það sagði Holmes fjárfestum og öðrum að Theranos myndi afla sér tekna upp á 140 milljónir dollara, jafnvirði hátt í átján milljarða króna, árið 2014. Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Holmes er sökuð um stórfelld svik og blekkingar sem hafi kostað fjárfesta Theranos hundruð milljóna dollara og valdið saklausu fólki sem fékk rangar niðurstöður úr blóðprufum ómældum þjáningum. Um árabil lofaði hún upp í ermina á sér að Theranos hefði þróað tækni sem gerði því kleift að gera hundruð blóðrannsókna með einu tæki og úr aðeins einum eða örfáum blóðdropum. Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á Theranos eftir röð uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins í Wall Street Journal. Fyrirtækið var leyst upp árið 2018 og Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, framkvæmdastjóri og fyrrverandi kærasti hennar, voru ákærð fyrir svik. Holmes neitar allri sök en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hún fundin sek. Réttað er yfir þeim Holmes og Balwani hvoru í sínu lagi. Laug um tæknina, leyfi og stöðu fyrirtækisins Við upphaf réttarhaldanna fullyrti Robert Leach, saksóknari, að Holmes og Balwani hafi snúið sér að svikum eftir að stór lyfjafyrirtæki höfnuðu samstarfi við Theranos og fé þess var uppurið árið 2009. Þau hafi logið um blóðrannsóknirnar og dregið upp falska mynd af stöðu fyrirtækisins til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja fyrirtækinu til milljónir dollara á milli 2010 og 2015. Á meðal lyganna var að lyfjarisinn Pfizer hefði vottað blóðprufutæknina, Bandaríkjaher notaði tæki fyrirtækisins á vígvellinum og að Theranos þyrfti ekki leyfi frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna fyrir tækninni. Þá sannfærði Holmes apótekakeðjuna Walgreens um að koma upp blóðrannsóknastöðvum frá Theranos í verslunum sínum þrátt fyrir að henni væri ljóst að tæknin virkaði ekki sem skyldi og að rannsóknirnar féllu ítrekað á gæðaprófi. „Þetta mál snýst um svik, um lygar og svindl til að komast yfir fé,“ sagði Leach í opnunarræðu sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Barnalegt vanmat Verjendur Holmes lýstu henni aftur á mót sem einfaldri viðskiptakonu sem hefði farið með fyrirtæki á hausinn. Hún hafi aldrei ætlað að blekkja neinn en hún hafi af barnaskap vanmetið þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir. „Það er ekki glæpur að mistakast. Að reyna þitt besta og vanta herslumuninn er ekki glæpur,“ sagði Lance Wade, einn verjenda Holmes, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í greinargerðum sem verjendur hafa skilað inn í málinu lögðu þeir grunninn að því að halda því fram að sumar þeirra hæpnu fullyrðinga um ágæti Theranos-tækninnar hafi Holmes sett fram undir áhrifum frá Balwani. Hann hafi beitt Holmes andlegu og kynferðislegu ofbeldi um árabil. Því hefur Balwani neitað. Búist er við að réttarhöldin yfir Holmes gætu staðið yfir í nokkra mánuði. Á annað hundrað mögulegra vitna eru á lista saksóknara og verjenda. AP segir að lykilvitni saksóknara gæti verið fyrrverandi fjármálastjóri Theranos sem segir að tekjur fyrirtækisins hafi aðeins verið um 650.000 dollarar, jafnvirði um 83 milljóna íslenskra króna. Þrátt fyrir það sagði Holmes fjárfestum og öðrum að Theranos myndi afla sér tekna upp á 140 milljónir dollara, jafnvirði hátt í átján milljarða króna, árið 2014.
Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46 Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31. ágúst 2021 08:46
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00