Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Sam­taka at­vinnu­lífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm

Ársfundur atvinnulífsins fer fram í rafrænni dagskrá í dag og hefst klukkan níu. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér á Vísi í spilara að neðan.

Á fundinum munu meðal annars Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, ásamt Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra SA og Ásdísi Kristjánsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra koma fram, auk fjölda stjórnenda í íslensku atvinnulífi.

Þeirra á meðal eru Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP.

„Yfirskrift ársfundararins er Höldum áfram og er byggð á átaksverkefni SA sem hófst í nóvember 2020 sem viðbragð við heimsfaraldrinum. Á fundinum verður farið yfir 21 áskorun og lausn í sex efnisflokkum sem snúa að opinberum rekstri, skattastefnu, rekstrarumhverfi atvinnulífsins, sjálfbærri þróun, vinnumarkaðnum, menntamálum og heilbrigðismálum. Atvinnurekendur tjá sig um áskoranir og ráðherrar bregðast við í líflegum umræðum,“ segir í tilkynningu frá SA.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×