Tæknivæðing starfa – Aukinn ójöfnuður, nema... Árni Múli Jónasson skrifar 8. september 2021 16:31 Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar