Fólk eins og við Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. september 2021 14:30 Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun