Fjölbreyttari menntun Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 8. september 2021 11:32 Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með 4 ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun