Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 11:46 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á stöðu kórónuveirufaraldursins. „Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu. Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira