Munu þurfa sýna fram á bólusetningu eða neikvætt próf við komuna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 14:00 Áhorfendur á Old Trafford þurfa að sýna fram á bólusetningu eða mæta með neikvætt PCR-próf sem er innan við 48 klukkustunda gamalt ætli þau sér að horfa á Cristiano Ronaldo og félaga leika listir sínar. Catherine Ivill/Getty Images Frá og með leiknum gegn Newcastle United sem fram fer þann 11. september mun Manchester United krefjast þess að þau sem ætla að sjá leiki liðsins á Old Trafford sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 klukkustunda gamalt PCR-próf. Manchester United tekur á móti Newcastle United í leik sem er - eða var allavega - beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Cristiano Ronaldo gæti snúið aftur á Old Trafford og það í treyju Man United að þessu sinni. Það er þó fleira sem mun breytast á Old Trafford, heimavelli liðsins, á laugardaginn kemur. Félagið mun nefnilega ætlast til þess að þau sem mæta á völlinn til að styðja við heimamenn – eða gestina – sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 gamalt PCR-próf. Sem stendur er það ekki krafa en talið er að enska úrvalsdeildin muni setja þá kröfu þann 1. október fyrir áhorfendur sem eru 18 ára eða eldri. Í júlí á þessu ári sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að líklega yrði sú krafa gerð á viðburðum þar sem fleiri en 20 þúsund kæmu saman. Old Trafford tekur sem stendur 74,140 manns í sæti og er ljóst að forráðamenn Man Utd stefna á að hafa uppselt á öllum leikjum liðsins út tímabilið. „Ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að frá og með 1. október 2021 þurfi fólk að sýna fram á bólusetningu eða neikvætt PCR-próf ætli það sér að mæta á stóra viðburði. Til að fylgja viðmiðum ensku úrvalsdeildarinnar þá munu slíkar reglur gilda á Old Trafford,“ segir í yfirlýsingu Man Utd um málið. Man United er langt því frá eina liðið sem ætlast til þessa af áhorfendum sínum. Brighton & Hove Albion, Chelsea og Tottenham Hotspur hafa nú þegar gert slíkar ráðstafanir og reikna má með því að fleiri lið fylgi í fótspor þeirra frá og með 1. október. BBC, breska ríkistúvarpið, greindi frá. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira
Manchester United tekur á móti Newcastle United í leik sem er - eða var allavega - beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem Cristiano Ronaldo gæti snúið aftur á Old Trafford og það í treyju Man United að þessu sinni. Það er þó fleira sem mun breytast á Old Trafford, heimavelli liðsins, á laugardaginn kemur. Félagið mun nefnilega ætlast til þess að þau sem mæta á völlinn til að styðja við heimamenn – eða gestina – sýni fram á annað hvort bólusetningu eða 48 gamalt PCR-próf. Sem stendur er það ekki krafa en talið er að enska úrvalsdeildin muni setja þá kröfu þann 1. október fyrir áhorfendur sem eru 18 ára eða eldri. Í júlí á þessu ári sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að líklega yrði sú krafa gerð á viðburðum þar sem fleiri en 20 þúsund kæmu saman. Old Trafford tekur sem stendur 74,140 manns í sæti og er ljóst að forráðamenn Man Utd stefna á að hafa uppselt á öllum leikjum liðsins út tímabilið. „Ríkisstjórnin hefur gefið í skyn að frá og með 1. október 2021 þurfi fólk að sýna fram á bólusetningu eða neikvætt PCR-próf ætli það sér að mæta á stóra viðburði. Til að fylgja viðmiðum ensku úrvalsdeildarinnar þá munu slíkar reglur gilda á Old Trafford,“ segir í yfirlýsingu Man Utd um málið. Man United er langt því frá eina liðið sem ætlast til þessa af áhorfendum sínum. Brighton & Hove Albion, Chelsea og Tottenham Hotspur hafa nú þegar gert slíkar ráðstafanir og reikna má með því að fleiri lið fylgi í fótspor þeirra frá og með 1. október. BBC, breska ríkistúvarpið, greindi frá.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira