Heimsins ódýrasta Michelin-máltíð missir stjörnuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 20:40 Staðurinn frægi. Kyle Malinda-White/picture alliance via Getty Images) Götubitastaðurinn Hawker Chan í Singapúr nýtur nú ekki þeirrar virðingar að vera Michelin-stjörnu veitingastaður, eftir að nýjasta útáfa Michelin-handbókarinnar fyrir Singapúr var uppfærð í upphafi mánaðarins. Staðurinn var frægur fyrir að bjóða upp á heimsins ódýrustu Michelin-stjörnu máltíð, einfaldan kjúklingarétt með sojasósu sem kostaði aðeins rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Rétturinn varð til þess að staðurinn fékk eina Michelin-stjörnu árið 2016. Í nýjustu útgáfu handbókar Michelin fyrir Singapúr er nafn Hawker Chan hvergi að finna og því hefur staðurinn misst stjörnuna. Michelin-stjarnan er ein helsta viðurkenningin sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Kokkurinn Chan Hong Meng hefur reyndar ekki setið auðum höndum frá því að staðurinn hlaut stjörnuna árið 2016. Hefur hann umbreytt götubitastaðnum sínum í veitingastaðakeðju sem nær allt til Taílands og Filippseyja. Í frétt CNN segir að þó að margir hafi hrósað Chan fyrir að nýta sér frægðina sem fylgdi Michelin-stjörnuna til að stækka veitingastaðaveldi sitt, telja sumir að það hafi verið gert á kostnað gæða á upprunalega Hawker Chan staðnum í Singapúr. Það hafi orðið þess valdandi að staðurinn missti stjörnuna. Singapúr Matur Michelin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Staðurinn var frægur fyrir að bjóða upp á heimsins ódýrustu Michelin-stjörnu máltíð, einfaldan kjúklingarétt með sojasósu sem kostaði aðeins rétt rúmar þrjú hundruð krónur. Rétturinn varð til þess að staðurinn fékk eina Michelin-stjörnu árið 2016. Í nýjustu útgáfu handbókar Michelin fyrir Singapúr er nafn Hawker Chan hvergi að finna og því hefur staðurinn misst stjörnuna. Michelin-stjarnan er ein helsta viðurkenningin sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá. Kokkurinn Chan Hong Meng hefur reyndar ekki setið auðum höndum frá því að staðurinn hlaut stjörnuna árið 2016. Hefur hann umbreytt götubitastaðnum sínum í veitingastaðakeðju sem nær allt til Taílands og Filippseyja. Í frétt CNN segir að þó að margir hafi hrósað Chan fyrir að nýta sér frægðina sem fylgdi Michelin-stjörnuna til að stækka veitingastaðaveldi sitt, telja sumir að það hafi verið gert á kostnað gæða á upprunalega Hawker Chan staðnum í Singapúr. Það hafi orðið þess valdandi að staðurinn missti stjörnuna.
Singapúr Matur Michelin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira