Hugsuðu hlutina upp á nýtt í faraldrinum og opnuðu eigin verslun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. september 2021 07:00 Eva Katrín Baldursdóttir og Steinunn Hrólfsdóttir eigendur Andrá Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mágkonurnar Eva og Steinunn opnuðu á föstudaginn tískuverslunina Andrá Reykjavík. Ragnar maður Evu er bróðir Steinunnar en upprunalega þá kynntust þær þegar þær unnu báðar í KronKron, áður en Ragnar og Eva byrjuðu saman. „Í dag eigum við svo dætur á sama aldri sem eru bestu vinkonur og erum mjög náin fjölskylda,“ segir Eva. „Við höfum lengi starfað í þessum bransa í hinum ýmsu störfum og verkefnum. Okkur langaði mikið að gera okkar eigið og fannst við hafa eitthvað fram að færa. Einhverja sýn og þekkingu sem að væri pláss fyrir. Hönnun og tíska er eitthvað sem að veitir okkur báðum mikinn innblástur og eitthvað sem að við höfum ástríðu fyrir,“ segir Steinunn um ástæðu þess að þær ákváðu að opna búð saman. „Við vorum einhvern veginn báðar akkúrat í þeirri stöðu þegar Covid skall á að þurfa að hugsa hlutina upp á nýtt. Þetta var góð blanda af því að þurfa og hafa á sama tíma svigrúm,“ segir Eva. Stofnuðu félagið á innan við viku Steinunn var í fæðingarorlofi en áður en hún fór í það starfaði hún sem hönnuður hjá Geysi. Eva hafði nýverið hafið nám í viðskiptafræði en upplifði á sama tíma þessa sterku þörf fyrir að koma sinni sýn á framfæri og skapa eitthvað nýtt. „Svo þegar Steinunn kastaði fram þessari hugmynd þá kom þetta bara algjörlega náttúrulega og við vorum á innan við viku búnar að stofna félag og komnar á fullt í að funda með birgjum og koma þessu í gang,“ segir Eva. Þær segjast ekki hafa óttast viðskiptaumhverfið hér á landi. „Við sáum meira tækifæri í því á einhvern ótrúlegan hátt. Er ekki talað um að sköpunarkrafturinn blómstri einmitt í kreppu. Þá nær þessi grasrót undir yfirborðinu í gegn. Við hefðum til dæmis aldrei getað leigt fallega rýmið okkar á Laugavegi fyrir Covid. En auðvitað hefur þessi faraldur haft mikil áhrif og breytt ýmsu varðandi viðskiptaumhverfið. Við ákváðum til dæmis strax að leggja mikla áherslu á vefverslun og hugsa verslunina algjörlega frá grunni út frá þeim þætti,“ útskýrir Steinunn. Eva og Steinunn kynntust þegar þær störfuðu saman í verslun.Aðsent Vandaðir hlutir eiga alltaf erindi Þær trúa því samt á sama tíma að þrátt fyrir að faraldurinn hafi aukið mikið vefverslun þá hafi hann líka sýnt það að sérverslun á ennþá ótrúlega mikið erindi. „Við fundum það öll í þessum faraldri hvað við höfum sterka þörf til að hitta fólk og eiga í samskiptum. Fara út og verða fyrir innblæstri og áhrifum frá umhverfinu og öðru fólki. Við viljum einmitt skapa einstakan og fallegan heim í versluninni okkar þar sem konur og fólk geta komið og séð eitthvað nýtt og fengið framúrskarandi og persónulega þjónustu. Eitthvað sem vefverslun mun aldrei geta veitt. En það er á sama tíma bara angi af þeirri þjónustu sem að við viljum veita og við teljum að þetta tvennt vinni augljóslega vel saman þar sem þarf að leggja vinnu og alúð í báða miðla. Svo til að svara spurningunni í stuttu máli þá kannski trúum við bara að þrátt fyrir faraldur og ytri aðstæður þá eigi góðir og vandaðir hlutir alltaf erindi í viðskiptum,“ segir Eva. Standa með sinni sýn Samstarfið í þessu verkefni hefur gengið alveg ótrúlega vel. „Við höfum náð að verkaskipta þessu vel og að vinna með styrkleika hvor annarra. Auðvitað hefur ýmislegt gengið á og við höfum alveg grátið, samt aðallega hlegið og orðið bara ótrúlega nánar í gegnum þetta ferli. Svo hafa mennirnir okkar þeir Birkir og Ragnar lagt alveg ótrúlega mikið af mörkum. Birkir sem er arkitekt hannaði verslunina fyrir okkur í nánu samstarfi við okkur. Þeir hafa svo borið hitan og þungan af því að standsetja rýmið. Þetta verkefni hefur alveg tekið yfir fjölskyldulífið hjá okkur undanfarið þar sem allir hafa fengið verkefni og við höfum fengið ómetanlegan stuðning frá fólkinu í kringum okkur,“ segir Steinunn. Þær segja að það hafi komið hvað mest á óvart við undirbúningsferlið, hversu mikils þær eru megnugar. „Hvað við höfum náð að gera á þessum stutta tíma og að við getum gert flest sem við viljum og ætlum. Hringt erfið símtöl og staðið með okkar sýn og hugmynd.“ View this post on Instagram A post shared by A N D R A R E Y K J A V I K (@andrareykjavik) Í fararbroddi í tískuheiminum Andrá Reykjavík er kvenfataverslun sem selur alþjóðleg merki þar sem skandinavísk hönnun er í forgrunni. „Við leggjum áherslu á að selja vandaðan fatnað sem er framleiddur á siðferðislegan og umhverfisvænan hátt fyrir konur á öllum aldri. Verðbilið er breytt, en aðaláherslan er á milli dýr merki. Merkin sem við erum með eru í fararbroddi í tískuheiminum í dag og þau merki sem eru mikið í deiglunni fyrir einstaka og framsækna hönnun og má þar til dæmis nefna Stine Goya, Nanushka, Rodebjer, Gia Borghini og margt fleira,“ segir Eva. „Við erum með sterka sýn og viljum búa til einstakan heim. Núna þegar allt er aðgengilegt á netinu með einu klikki verður hlutverk okkar í að sýningarstýra enn mikilvægara. Við lítum ekki á þetta sem búð heldur meira sem vídd þar sem margir mismunandi þættir vinna saman að því að skapa eitthvað einstakt þar sem hugsað er út í öll smáatriði. Það er þessi heildarupplifun sem við viljum reyna að búa til þar sem þú kemur til okkar og verður fyrir innblæstri. Við höfum líka mjög mikinn metnað að veita góða þjónustu. Við viljum leggja áherslu á að skapa persónuleg tengsl við kúnnana okkar og líka gera merkjunum og hönnuninni hátt undir höfði þannig að þjónustan samræmist þeim gæðum sem þau setja fram,“ segir Steinunn. Húsnæðið var áður apótek og lýsa þær því sem algjörri perlu.Vísir/Vilhelm Upprunalega apótek Andrá Reykjavík er til húsa að Laugavegi 16 og segja þær að það hafi verið mikil lukka að ná þeirri perlu. „Þar er mjög hátt til lofts og fallegir listar í loftum og stórir og glæsilegir gluggar. Þá er þar gríðarlega falleg bogadregin horn inngangur að Laugavegi. Það er ekki mikið um húsnæði í þessum gæðaflokki hér á Íslandi og upplifunin er pínu eins og að maður sé kominn til útlanda. Húsið var upprunalega byggt sem apótek og heimili apótekarans og áður en við tókum við því hafði verið starfrækt Apótek þar í næstum hundrað ár. Við berum mikla virðingu fyrir þessari sögu og við ákváðum því snemma í ferlinu að leyfa gæðum rýmisins að tala fyrir sínu og hafa allar innréttingar lágstemmdar,“ segir Eva. Birkir maður Steinunnar er arkitekt og hefur séð um hönnunina á rýminu. „Við létum sérsmíða bogadregnar slár sem taka innblástur frá náttúrulegum formum í rýminu og það setur mjög sterkan svip á heildina. Svo keyptum við ljós og húsgögn hjá vinum okkar í Norr 11 sem að okkur fannst passa fullkomlega inn í okkar heim. En já fólk verður bara að koma í heimsókn til að sjá loka útkomuna við erum allavega gríðarlega ánægðar og stoltar,“ segir Steinunn. Á föstudaginn héldu þær opnunarhóf í versluninni og um leið opnaði netverslunin andrareykjavik.is „Þetta hefur alveg verið mikil vinna samhliða standsetningunni á rýminu en snillingarnir í Blóð Studio sáu um að hanna og setja upp vefverslunina okkar. Þau sáu líka um að hanna logoið okkar og heildar mörkun vörumerkisins sem að við gætum ekki verið ánægðari með,“ segir Eva. Tíska og hönnun Helgarviðtal Reykjavík Verslun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Í dag eigum við svo dætur á sama aldri sem eru bestu vinkonur og erum mjög náin fjölskylda,“ segir Eva. „Við höfum lengi starfað í þessum bransa í hinum ýmsu störfum og verkefnum. Okkur langaði mikið að gera okkar eigið og fannst við hafa eitthvað fram að færa. Einhverja sýn og þekkingu sem að væri pláss fyrir. Hönnun og tíska er eitthvað sem að veitir okkur báðum mikinn innblástur og eitthvað sem að við höfum ástríðu fyrir,“ segir Steinunn um ástæðu þess að þær ákváðu að opna búð saman. „Við vorum einhvern veginn báðar akkúrat í þeirri stöðu þegar Covid skall á að þurfa að hugsa hlutina upp á nýtt. Þetta var góð blanda af því að þurfa og hafa á sama tíma svigrúm,“ segir Eva. Stofnuðu félagið á innan við viku Steinunn var í fæðingarorlofi en áður en hún fór í það starfaði hún sem hönnuður hjá Geysi. Eva hafði nýverið hafið nám í viðskiptafræði en upplifði á sama tíma þessa sterku þörf fyrir að koma sinni sýn á framfæri og skapa eitthvað nýtt. „Svo þegar Steinunn kastaði fram þessari hugmynd þá kom þetta bara algjörlega náttúrulega og við vorum á innan við viku búnar að stofna félag og komnar á fullt í að funda með birgjum og koma þessu í gang,“ segir Eva. Þær segjast ekki hafa óttast viðskiptaumhverfið hér á landi. „Við sáum meira tækifæri í því á einhvern ótrúlegan hátt. Er ekki talað um að sköpunarkrafturinn blómstri einmitt í kreppu. Þá nær þessi grasrót undir yfirborðinu í gegn. Við hefðum til dæmis aldrei getað leigt fallega rýmið okkar á Laugavegi fyrir Covid. En auðvitað hefur þessi faraldur haft mikil áhrif og breytt ýmsu varðandi viðskiptaumhverfið. Við ákváðum til dæmis strax að leggja mikla áherslu á vefverslun og hugsa verslunina algjörlega frá grunni út frá þeim þætti,“ útskýrir Steinunn. Eva og Steinunn kynntust þegar þær störfuðu saman í verslun.Aðsent Vandaðir hlutir eiga alltaf erindi Þær trúa því samt á sama tíma að þrátt fyrir að faraldurinn hafi aukið mikið vefverslun þá hafi hann líka sýnt það að sérverslun á ennþá ótrúlega mikið erindi. „Við fundum það öll í þessum faraldri hvað við höfum sterka þörf til að hitta fólk og eiga í samskiptum. Fara út og verða fyrir innblæstri og áhrifum frá umhverfinu og öðru fólki. Við viljum einmitt skapa einstakan og fallegan heim í versluninni okkar þar sem konur og fólk geta komið og séð eitthvað nýtt og fengið framúrskarandi og persónulega þjónustu. Eitthvað sem vefverslun mun aldrei geta veitt. En það er á sama tíma bara angi af þeirri þjónustu sem að við viljum veita og við teljum að þetta tvennt vinni augljóslega vel saman þar sem þarf að leggja vinnu og alúð í báða miðla. Svo til að svara spurningunni í stuttu máli þá kannski trúum við bara að þrátt fyrir faraldur og ytri aðstæður þá eigi góðir og vandaðir hlutir alltaf erindi í viðskiptum,“ segir Eva. Standa með sinni sýn Samstarfið í þessu verkefni hefur gengið alveg ótrúlega vel. „Við höfum náð að verkaskipta þessu vel og að vinna með styrkleika hvor annarra. Auðvitað hefur ýmislegt gengið á og við höfum alveg grátið, samt aðallega hlegið og orðið bara ótrúlega nánar í gegnum þetta ferli. Svo hafa mennirnir okkar þeir Birkir og Ragnar lagt alveg ótrúlega mikið af mörkum. Birkir sem er arkitekt hannaði verslunina fyrir okkur í nánu samstarfi við okkur. Þeir hafa svo borið hitan og þungan af því að standsetja rýmið. Þetta verkefni hefur alveg tekið yfir fjölskyldulífið hjá okkur undanfarið þar sem allir hafa fengið verkefni og við höfum fengið ómetanlegan stuðning frá fólkinu í kringum okkur,“ segir Steinunn. Þær segja að það hafi komið hvað mest á óvart við undirbúningsferlið, hversu mikils þær eru megnugar. „Hvað við höfum náð að gera á þessum stutta tíma og að við getum gert flest sem við viljum og ætlum. Hringt erfið símtöl og staðið með okkar sýn og hugmynd.“ View this post on Instagram A post shared by A N D R A R E Y K J A V I K (@andrareykjavik) Í fararbroddi í tískuheiminum Andrá Reykjavík er kvenfataverslun sem selur alþjóðleg merki þar sem skandinavísk hönnun er í forgrunni. „Við leggjum áherslu á að selja vandaðan fatnað sem er framleiddur á siðferðislegan og umhverfisvænan hátt fyrir konur á öllum aldri. Verðbilið er breytt, en aðaláherslan er á milli dýr merki. Merkin sem við erum með eru í fararbroddi í tískuheiminum í dag og þau merki sem eru mikið í deiglunni fyrir einstaka og framsækna hönnun og má þar til dæmis nefna Stine Goya, Nanushka, Rodebjer, Gia Borghini og margt fleira,“ segir Eva. „Við erum með sterka sýn og viljum búa til einstakan heim. Núna þegar allt er aðgengilegt á netinu með einu klikki verður hlutverk okkar í að sýningarstýra enn mikilvægara. Við lítum ekki á þetta sem búð heldur meira sem vídd þar sem margir mismunandi þættir vinna saman að því að skapa eitthvað einstakt þar sem hugsað er út í öll smáatriði. Það er þessi heildarupplifun sem við viljum reyna að búa til þar sem þú kemur til okkar og verður fyrir innblæstri. Við höfum líka mjög mikinn metnað að veita góða þjónustu. Við viljum leggja áherslu á að skapa persónuleg tengsl við kúnnana okkar og líka gera merkjunum og hönnuninni hátt undir höfði þannig að þjónustan samræmist þeim gæðum sem þau setja fram,“ segir Steinunn. Húsnæðið var áður apótek og lýsa þær því sem algjörri perlu.Vísir/Vilhelm Upprunalega apótek Andrá Reykjavík er til húsa að Laugavegi 16 og segja þær að það hafi verið mikil lukka að ná þeirri perlu. „Þar er mjög hátt til lofts og fallegir listar í loftum og stórir og glæsilegir gluggar. Þá er þar gríðarlega falleg bogadregin horn inngangur að Laugavegi. Það er ekki mikið um húsnæði í þessum gæðaflokki hér á Íslandi og upplifunin er pínu eins og að maður sé kominn til útlanda. Húsið var upprunalega byggt sem apótek og heimili apótekarans og áður en við tókum við því hafði verið starfrækt Apótek þar í næstum hundrað ár. Við berum mikla virðingu fyrir þessari sögu og við ákváðum því snemma í ferlinu að leyfa gæðum rýmisins að tala fyrir sínu og hafa allar innréttingar lágstemmdar,“ segir Eva. Birkir maður Steinunnar er arkitekt og hefur séð um hönnunina á rýminu. „Við létum sérsmíða bogadregnar slár sem taka innblástur frá náttúrulegum formum í rýminu og það setur mjög sterkan svip á heildina. Svo keyptum við ljós og húsgögn hjá vinum okkar í Norr 11 sem að okkur fannst passa fullkomlega inn í okkar heim. En já fólk verður bara að koma í heimsókn til að sjá loka útkomuna við erum allavega gríðarlega ánægðar og stoltar,“ segir Steinunn. Á föstudaginn héldu þær opnunarhóf í versluninni og um leið opnaði netverslunin andrareykjavik.is „Þetta hefur alveg verið mikil vinna samhliða standsetningunni á rýminu en snillingarnir í Blóð Studio sáu um að hanna og setja upp vefverslunina okkar. Þau sáu líka um að hanna logoið okkar og heildar mörkun vörumerkisins sem að við gætum ekki verið ánægðari með,“ segir Eva.
Tíska og hönnun Helgarviðtal Reykjavík Verslun Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira