Sáttur við gildandi takmarkanir Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 15:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni. 56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira