Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. september 2021 08:00 Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum. Samsett Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni. Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53